Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 27
159
er brot úr Járnsíðu, Kristinn rjettur Árna biskups,
Kristinna laga þáttur Grágásar, Jónsbók, rjettar-
bætur o. fl.
3. Belgsdalsbók1; hún er mikil skinnbók i safni
Árna Magnússonar (A. M. 347 fol.) í 2 blaða broti,
rituð með settletri og vönduð vel, en farin nú að
láta töluvert á sjá. í fyrri hlutanum er Kristinn rjett-
ur Árna biskups, Jónsbók, Kristinna laga þáttur Grá-
gásar og ein rjettarbót, og er þessi hlutinn ritaður
um 1370, seinni hlutinn er ritaður síðar og eru í honum
ýmislegt úr kirkjulögum.
4. Arnarbælisbók2; hún er skinnbók í safni Árna
Magnússonar (A. M. 135, 4to) og mjög lík hinum að
stærð, efni og frágangi. J»annig er hún í 2 blaða broti
og rituð með góðri settleturshönd og eru í henni,
Jónsbók, rjettarbætur ýmsar, Kristinn rjettur Árna
biskups, Kristinna laga þáttur Grágásar o. fl.; þetta
er ritað um 1380; auk þess er ýmislegt annað í lögum
ritað í hana, þar á meðal gamli sáttmáli.
5. Hlíðarendabók3; er hún skinnbók í safni Árna
Magnússonar (A. M. 158 B 4to) i 4 blaða broti, rituð
um 1420 og á henni, auk Kristinna laga þáttar Grágás-
ar, Kristinn rjettur Árna biskups.
6. Litið skinnkver4 í safni Árna Magnússonar (A.
M. 5o,8vo) i 8 blaða broti, ritað um 1500, og er í því
Kristinna laga þáttur Grágásar og Kristinn rjettur
Árna biskups.
1) ísl fornbrjefasafn I. bls. 117—120, Graagaas bls. 6, Grágás
1883 bls. XLIV.
2) ísl. fornbrjefasafn I bls. 128—133, Graagaas bls. 6, Grágás
1883 bls. XLIV.
3) ísl. fornbrjefasafn I bls. 140—142, Graagaas bls. 7, Grágás
1883 bls. XLIV.
4) ísl. fornbrjefasafn I 149—150, Graagaas bls. 7, Grágás 1883
bls. XLV.