Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 28
160
7. Brot1 f safni Árna Magnússonar (A. M. 173 C
4to) í 4 blaða broti; er þetta einungis nokkur skinn-
blöð, rituð um 1340, og vantar bæði framan afKristinna
laga þætti, úr miðjunni og aptan af.
8. Hjer er Kristinna laga þáttur prentaður eptir
4 pappírshandritum2 3; 3 eru í 4 blaða broti, og er eitt
af þeim í handritasafni Jóns Sigurðssonar (Nr. 5, 4to),
annað í safni Árna Magnússonar (A. M. 187, 4to) og
hið þriðja i bókasafni konungs (Ný kgl. Saml. 1915,
4to); hið 4. hefur dr. Vilhjálmur Finsen fengið frá frú
Ingibjörgu Magnússen, ekkju Kristjáns kammerráðs á
Skarði.
Svo sem kunnugt er, hafði Páll Vídalin ýmsar
skinnbækur og vísar opt til þeirra i Skýringum sínum
yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast. J>ar á
meðal vísar hann opt i membrana (skinnbók) frá Leir-
árgörðum, þar sem Kristinna laga þáttur Grágásar
sje ís; enn fremur sjest á Skýringum hans, að Krist-
inn rjettur Árna biskups hefur verið i þessari sömu
skinnbók4.
Einnig talar Páll blátt áfram um membrana frá
Leirárgörðum, er Jónsbók sje i, án þess að auðkenna
hana nokkuð frá hinni5, og með því hann þannig hef-
ur sama nafnið i þessari sem hinni, þá er mjög lík-
legt, að þetta sje sama bókin, og að í henni hafi ver-
ið Jónsbók, og báðir Kristinnrjettirnir, eins og í Skál-
holtsbók, Staðarfellsbók og mörgum fleiri. Bók
þessa segir Páll að hann hafi eignazt frá Leirárgörð-
1) Graagaas bls. 7, Grágás 1883 bls. XLIII.
2) Grágás 1883 bls. IV—IX og XLV—XLVII.
3) Fornyrði bls. B6, 58, 59, 62, 63, 178, 630.
4) Fornyrði bls. 60, 150.
5) Fornyrði bls 188, 248, 378, 499.