Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 29
161
um1, en þar var sonarsonur Árna Oddssonar (lög-
manns sunnan og austan 1631 —1662) og fjekk Páll
skinnbækur hjá þessum manni2; er líklegt, að Leirár-
garðabók sje einnig frá honum; en hversu sem er um
það, þá hafði Páll mætur á bókinni, og vísar í hana
jafnhliða öðrum hinum beztu skinnbókum, og á einum
stað3 nefnir hann hana beinlínis ágæta, og Leirár-
garðabók, er Jónsbók sje í, nefnir hann á mörgum
stöðum meðal hinna elztu og beztu skinnbóka, en svo
kallar hann þær skinnbækur, er ritaðar sje fyrir 14004.
Leirárgarðabók fjekk Árni Magnússon hjá Páli. Árni
ritar þannig á miða við eptirrit af Kristinna laga
þætti í Staðarfellsbók (A. M. 180, 4to). „Eg hefi
annars þennan forna Kristin rjett. . . í Leyrárgarða íög-
bok Pals Jonssonar Widalíns, lögmanns, in folio5 6“. Eru
líkindi til, að Páll hafi sent Árna bókina 1722®, en úr
því vita menn ekkert um hana. pá er Grímur Thor-
kelín gaf út Kristinn rjett hinn gamla 1776, var hún
týnd, og ætlar Grímur, að hún muni hafa brunnið 1728,
og mun það rjett vera; en hann talar um eptirrit af
henni, er hann hafi frá Hannesi biskupi Finnssyni7;
um þetta eptirrit vita menn svo eigi hvað orðið hefur,
og eigi hefur það fundizt í handritasafni Hannesar
biskups. Eptir þessu voru því allar menjar af Leirár-
garðabók týndar og horfnar með öllu.
Eitt sinn var dr. Viljálmur Finsen að rannsaka
1) Fornyrði bls. 188.
Sá) Fornyrði bls. 249, 493.
3) Fornyrði bls. 226.
4) Fornyrði bls 88, 372, 408, 442, 596, 597.
5) Grrágás 1883 bls. VI.
6) Grágás 1883 bls. VII.
7) Kristinnr. h. gamli bls. XV.
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VI. 11.