Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 39
171
út af Jóni Sig’urðssyni, hvernig bundið er í handrit-
unum. J>að, sem einkennir útgáfur dr. Vilhjálms, er
hin makalausa virðing, sem hann ber fyrir handritun-
um; hann vill láta hvern sjá, hvað er í handritinu og
hvað er frá honum sjálfum. Handritin eru prentuð
alveg nákvæmlega, orð fyrir orð og staf fyrir staf;
rithættinum er alveg haldið, böndin eru leyst upp, en
það sem er bundið, er prentað með skáletri, til þess að
hver og einn geti sjeð, hvernig þau eru leyst upp, og
sannfærzt um, að þau sjeu rjett leyst upp. Á allmörg-
um stöðum í handritunum eru ritvillur eða orðum
sleppt úr, og er þetta þá leiðrjett í útgáfunum; en á-
vallt er getið um slíkt neðanmáls og sagt, hvernig
standi í handritinu sjálfu, svo að þar getur maður
einnig dæmt sjálfur um, hvort útgefandinn hafi rjett
fyrir sjer. í Konungsbók er vísað til hverrar blað-
siðu og dálks í handritinu, og er það til mikils hægð-
arauka fyrir þá, sem vilja gá að, hvernig stendur í
skinnbókinni; þar er einnig vísað til, hvar tilsvar-
andi greinar sjeu í útgáfunni af Grágás frá 1829. í
Staðarhólsbók eru sams konar tilvísanir ; enn frem-
ur vísað í skinnhandrit, sem eigi voru prentuð, oggetið
um, þar sem eigi er neitt samsvarandi í öðrum hand-
ritum. í Grágás, sem kom út í fyrra, er alveg eins
farið að, og að því leyti fullkomnari tilvísanir, að þar
eru tekin með handritin, er eigi voru áður kunn. Við
prentunina á hinum yngri skinnhandritum og pappírs-
handritum er farið alveg eins að og við prentunina á
hinum eldri skinnbókum, þó að eigi sje þar eins mik-
ils vert um stafsetningu; segir dr. Vilhjálmur um þetta:1
„Vjer höfum þó ætlað, að eigi verði höfð of mikil ná-
kvæmni við útgáfur handrita og eigi sízt lagahandrita“.
Og er þetta allsendis rjett. Við útgáfur á lögum er
1) örágáa 1883, bls. XVIII.