Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 42
174
en það getur lika verið, að orðinu „lög“ sje ranglega
skotið inn, svo að orðin lúti einungis að þvf, er lög-
sögumaður átti að segja mönnum til að lögbergi, ef
einhver málspartur gjörði lýsingu, alveg eins og á sam-
svarandi stað II, 4121). þ>á er blátt áfram er sagt um
starf lögsögumannsins, að hann sje skyldur „at segja
lög mönnutn11. Ia 208, er víst átt við 1. og 3. að ofan,
líklega einkum við 1. uppsögu laganna, sem talað er
um iðulega, þar sem 3. er nefnt einungis einu sinni,
og það seinast í Lögrjettuþætti. J>að er engin ástæða
til að ætla, að orðin: „segja lög mönnum“ eða: „segja
lögmál“, lúti að því, að lögsögumaður skuli gjöra úr-
skurði eða tilskipanir eða skýra lögin; það er eigi
ætlandi, að hann hafi haft nokkuð slíkt vald. —
4. Hann átti setu í lögrjettu I a, 211, 213 II b, 220.
— 5. Hann stýrði fundum lögrjettumanna I a, 212, 213,
215, og hafði að öðru leyti það starf að stjórna á al-
þingi; þannig kvað hann á, hvar hver fjórðungsdómur
skyldi eiga setu o. s. frv. I a, 45, sjá einnig lögberg.
Framkvæmdarvald hafði lögsögumaður eigi annars-
staðar en á alþingi.. Hann fjekk hvert sumar 2 (tólf-
ræð) hundruð álnir vaðmála af lögrjettufje (sjá það orð)
að launum I a, 209; enn fremur fjekk hann hluta af
fjársektum, sjá útlegð".
Eins og menn munu sjá af sýnishorni þessu, er
hjer eigi að ræða um orðasafn og skýringar eins og
tíðkast í orðabókum, heldur um stuttar kjarnorðar rit-
gjörðir, þar sem skýrt er frá, hvernig lögin eru og
hvernig þessu eða hinu er fyrir komið að lögum. Með
því að flest er þar tekið, er þýðingu hefur í hinum
fornu lögum, þá mun mönnum skiljast, að hjer er að
ræða um stutt yfirlit yfir, hvernig landslög og rjettur
voru eptir Grágás, eða með öðrum orðum yfirlit yfir
1) Staðarhólsbók bls. 412.