Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 43
175
rjettarsög'u vora á þeim tímum, er Grágás hafði
lagagildi.
]?að hefur áður verið nefnt, hversu nákvæmlega
handritin hafa verið gefin út, svo að menn geti reitt
sig alveg á útgáfurnar, og er auðsætt, hversu mikla
þýðingu slikt hefur. Handritin eru geymd á bóka-
söfnunum, og þangað ná einungis þeir, sem eru þar,
sem þau eru; enn fremur eru þau miklu óaðgengilegri
en prentaðar bækur; sum eru mjög erfið að lesa, af
þvi af handritið er orðið skaddað, og öll eru þau meira
og minna seinleg að lesa; einnig eru sum handritin í
þessu bókasafninu og önnur á hinu, og það jafnvel
sitt í hverju landi; fyrst við útgáfur dr. Vilhjálms hef-
ur öllum hinum merku handritum verið safnað í bæk-
ur, sem hver og einn getur haft Ijettan aðgang til
þess að lesa og kynna sjer þannig hin fornu lög. Nú
fyrst má segja, að vegur sje alveg ruddur til þess að
menn, hvar á landi sem er, geti farið að rannsaka
Grágás. Og þessi vegur er að mun greiðfærari fyrir
þær leiðrjettingar, sem dr. Vilhjálmur hefur gjört við
handritin, hinar nákvæmu tilvísanir, er gjöra margfalt
hægra að bera saman handritið, og finna hvernig
sjerhvað er, í hverju handriti fyrir sig. Að endingu
er orðasafnið, þar sem skýrt er frá rjetti hins
íslenzka þjóðveldis. Ef oss íslendingum þykir vænt
um vor fornu ágætu lög og þykir mikið til þeirra.
koma, þá fáum vjer seint þakkað dr. Vilhjálmi fyrir
starfa hans. Arna Magnússonar nefndin á einnig þakk-
ir skilið fyrir þann áhuga, er hún hefur sýnt í því að
koma Grágás út, og spara ekkert, til þess að útgáfan
yrði sem bezt að verða mætti. Jeg vildi óska, að
menn hjer á landi keyptu þessar bækur og læsu þær.
J>eir munu fáir iðrast, sem gjöra það.
III.
Hjer að framan hefur nokkrum orðum verið farið