Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 49
181
vitrustu menn, ok sömdu þeir þá lög sín. Síðan lét
Magnús konungr rita lögbók, þá er enn er í ]pránd-
heimi ok kölluð er Grágás“. Um þessa lögbók hafa
menn einnig frásagnir seinna, á dögum Sverris kon-
ungs. Eptir að hann var kominn til ríkis, átti hann,
eins og kunnugt er, í miklum deilum við klerkavaldið,
og þá einkum foringja klerkastjettarinnar, erkibiskup-
ana, fyrst við Eystein og síðan við Eirík; segir svo í
sögu hans um deilur hans við Eirik1. „1 þann tíma
(um 1190) gerðust margar greinir milli þeirra Sverris
konungs og erkibiskups; skaut konungr jafnan máli
sinu til landslaga, þeirra er sett hafði hinn helgi Olafr
konungr, ok til lagabókar þrænda, þeirrar er kölluð
er Grágás, er rita hafði látið Magnús konungr hinn
góði Olafsson. Erkibiskup bað framrekja þá bók, er
Gullfjöður er kölluð, ok rita lét Eysteinn erkibiskup;
þar með bað hann framrekja guðs lög rúmversk, ok
þat sumt, er hann hafði til bréf ok innsigli pávans“.
Af þessum orðum í Sverris sögu sjest ljóslega, að
menn hafa haldið bæði, að Olafur helgi hafi sett lög
og Magnús góði hafi ritað lögbók. Snorri Sturluson
talar einnig um lagasetningu Olafs hins helga. Hann
segir beinlínis, að hann hafi sett Kristinn rjett með
ráði Grímkels biskups og annara kennimanna, og að
hann hafi látið sjer hugað um, að fá kristin lög sett
bæði í Noregi og á íslandi2 3. Um setningu Olafs á
veraldlegum lögum segir Snorri svo: „Hann lét opt
telja fyrir sjer lög þau, er Hákon Aðalsteinsfóstri hafði
sett í J>rándheimi. Hann skipaði lögunum með ráði
hinna vitrustu manna, tók af eða lagði til, þar er hon-
um sýndist þat“s. þ>á er bændurnir kurra á móti Magn-
1) Sverris saga, kap. 117. (Pornm. s. VIII. 277).
2) Heimskringla. Saga Olafs liins helga, kap. 56, 58, 52, 111.
3) Heimskr. Saga 01. h. helga, kap. 56.