Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 50
182
úsi góða, segir hann og, að þeir hafi borið fyrir sig
lög, þau er setti Hákon konungur hinn góði1.
|>að sem Snorri segir um lögbók Magnúsar góða,
hlýtur að vera rangt, og hefur Konráð Maurer sannað
það fyllilega2. Á dögum Magnúsar góða voru
Norðmenn eigi farnir að rita á móðurmáli sinu.
Aptur á móti er varla full ástæða til að efast
um, að það sje rjett, er hann segir um lagasetning
Ólafs. Kristinn rjettur getur eigi hafa verið settur fyr-
ir hans daga. Hákon Aðalsteinsfóstri hætti alveg við
kristniboð í Norvegi. Ólafur Tryggvason átti fullt i
fangi með að fá menn til þess að skírast, og
svo naut hans einungis skamma stund. En þó hann
hafi sett einhver kristin lög, þá hafa þau hlotið að
ganga úr gildi undir stjórn þeirra Hákonar sona, Eiríks
og Sveins. Ólafur helgi sat að völdum i 15 ár og
gerði Norveg alkristinn; og á þeim tíma er ekkert
eðlilegra, en að hann, jafnmikill dugnaðarmaður, setti
Kristinn rjett. Menn geta heldur eigi mótmælt því,
að hann kunni að hafa sett einhver veraldleg lög, þótt
litið kunni að vera. jþá er klerkavaldið fer að brjót-
ast til valda, er þvi eðlilegt, að þeir, er i móti standa,
beri fyrir sig þau lög, er Ólafur hinn helgi hafði sett.
Svo er um Erling skakka, að hann vitnar til laga Ólafs
hins helga móti Eysteini erkibiskupi3; og nýlega hefur
þess verið getið um Sverri konung, að hann bar fyrir sig
lög Ólafs hins helga. J>etta getur og verið rjett; en um
þetta leyti og einkanlega eptir þetta fara menn að gjöra
sjer miklu meiri hugmynd um lagasetningu Ólafs hins
helga, en rjett er. Lögbókin í þ>rándheimi hefur vafalaust
verið kölluð Grágás á dögum Snorra Sturlusonar, og hefur
1) Heimskr. Saga Magnúsar góða kap. 16.
2) Konráð Maurer:DieEntstehungszeitder álteren Frostuþingslög
bls.75—80. Udsigt overdenordgermanske Retskilders Historiebls. 17.
3) Heimskringla. Saga Magnúsar Erlingssonar, kap. 21.