Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 51
183
þá líklega verið almenn skoðun, að Magnús hafi ritað
hana; en menn gjöra sjer þó eigi miklar hugmyndir um
lagasetningu Magnúsar, eða ætla, að hann hafi verið
mikill löggjafi; en þess meiri löggjafi ætla menn að
Olafur hafi verið, og vitna til laga hans mjög opt.
Menn halda, að öll hin eldri lög sje sett af honum og
þau sje hin einu rjettu, og því fremur telja þeir svo
vera, þar sem hann var heilagur maður.
Hversu trú þessi hefur verið sterk, sjest ljós-
lega á ýmsum atvikum, er koma fyrir í sögu Hákon-
ar gamla.
fá er Skúli jarl Bárðarson hóf uppreisnina gegn
Hákoni konungi, ogljet gefa sjer konungsnafn á Eyra-
þingi (1239), sór hann þann eið, að hann skyldi halda
lög hins heilaga Olafs konungs við þegna sína1. Ognú
fer þetta einnig að komast inn í lögin, bæði lög Hákon-
ar Hákonarsonar og lög Magnúsar lagabætis. þ>annig
stendur í þeim hluta af inngangi hinna eldri Frostuþings-
laga, er Hákon setti, i.gr.: „Lizt oss þat líkast tilatupp-
hafi, at lög ins helga Ólafs konungs standi eptir því,
sem hann hafði skipat, þó at þess hafi eigi hértil gætt
verit fyrir fégirndar sakir“. Og á ýmsum öðrum
stöðum er vísað til laga Ólafs helga í lögum þessara
konunga2.
J>á er Magnús lagabætir sendi lögbækur sínar
handa Íslandí, fyrst Járnsíðu og síðan Jónsbók, hjelt hann
í þeim uppteknum hætti, og vitnar opt til Jaga hins
helga Ólafs konungs3. Er iafnvel skipað fyrir í
Jónsbók Kristindómsb. kap. 11.: Um bænda eiðstaf,
1) Saga Ilákonar Hákonarsonar kap. 199 (Fornm.s. IX. bls. 463.
2) Sjá Graagaas bls. 102.
3) Járnsíða, Kristindómsb. 4., 5. og 7. kap. Mannhelgi 2. og
7. kap. Jónsbók, Kristindómsb. kap. 3., 7., 10., 11., og Mannhelgi
kap. 4.