Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 52
184
að bændur skuli sverja að veita Noregs konungi „alla
löglega þjónustu og rjetta þegnskyldu eptir lögum og
þeim hlunnindum, sem hinn heilagi Olafur kongur
skipaði milli kongs ok bænda, ok þeirra manna, er
landit byggja með hvorutveggja samþykki“.
Með því að þetta stendur i Jónsbók, er eigi svo
undarlegt, þó að sú trú kæmi snemma upp á íslandi,
að menn gætu borið fyrir sig lög Olafs hins helga,
og er það merkilegt, hversu þessi trú festist og eykst
hjá mönnum, svo að þeir vitna engu síður til þessara
laga, en Norðmenn höfðu áður gjört, og halda að þau
sje hin bezta vernd og trygging fyrir rjettindum sín-
um. Ef íslenzku fornbrjefasafni verður nokkurn tima
haldið áfram, og meira gefið út af því en komið er,
verður vafalaust hægt að sjá Ijóslega, hve nær þessi
trú fyrst er komin upp. Eptir því sem jeg veit til,
finnst fyrst vottur um hana í hyllingarbrjefi Eiríks kon-
ungs hinu síðara, af hendi íslendinga á alþingi 30. júní
1431 \ Hyllingarbrjefið var samþykkt á alþingi, utan
vebanda og innan, af hirðstjórum, lögmönnum, lög-
rjettumönnum og almúga með lófataki. Segjast allir
þessir menn vilja „hallda þau laug sem sancte Olafr
hefir sett“. í hyllingarbrjefi til Eiríks konungs, er
samþykkt var á alþingi 12 árum áður, 1. júli 1419, eru
þar á móti eigi nefnd lög Olafs helga, heldur einungis
vísað til „lögbókar vorrar“ og „sáttmála"; en það er
þó líklegt, að þessi trú hafi verið orðin alrnenn þá, úr
því að menn eru orðnir svo sterkir í trúnni 1431, að
allir beztu menn landsins lofa hátíðlega að halda þau.
þeir Jón lögmaður Sigmundsson og Björn Guðnason
og flestir aðrir veraldlegir höfðingjar á Islandi gjörðu
samþykkt með sjer, til þess að verjast yfirgangi og of-
ríki hinna kaþólsku biskupa (Gottskálks biskups grimma
1) Safn til sögu ísl. II. bls. 175.