Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 53
185
á Hólum og Stefáns biskups í Skálholti) á árunum
1511 — 1513x. Samþykkt þessi er kölluð Leiðarhólms-
samþykkt, og kveða þeir svo að orði í henni höfð-
ingjarnir, að þeir biðja þeim friðar og blessunar, gæfu
og giptu, ungum og gömlum, rikum og fátækum, sem
styrkja vilja „vort sjálfra frelse oc fridkaup, sem oss
voru ad öndverdu játud af gudi oc hinum helga Olafe
konge“1 2.
Uin siðabótina ter þetta mjög að tíðkast, að bera
fyrir sig lög Ólafs hins helga; og er það sjerstaklega
Ögmundur Pálsson, biskups í Skálholti, sem iðulega
vitnar til laga hans. Ögmundur var fyrst ábóti íVið-
ey; en á alþingi 1519 er hann kosinn til biskups. Á
þingunum 1517, 1518 og 1519 urðu róstur miklar;
menn kenndu Tíla hirðstjóra Pjeturssyni um þær, og
er til brjef frá 1519 um róstur þessar. í brjefi þessu,
sem er í brjefabók Ögmundar biskups, segir svo, að
1619 hafi Tíli hlaupið upp með daggarð og sting-
sverð, og viljað slá Ögmund ábóta í hel, „fyrir ongva
sok adra, enn hann sagdi þetta ecke vera sancte Olafs
lög“3. Ögmundur fór síðan utan; í Harvík á Englandi
ritar hann Kristjáni öðrum brjef, dagsett 13. ágúst
1520, og biður hann um að samþykkja kosningu sína,
og lofar honum, að vera honum trúr og hollur, og
„hallda fatækan almuga med Sante Olafs lög“4 * *. Árið
eptir sendir Kristján II. brjef til íslands, þarsem hann
skipar öllum að vera Hannesi Eggertssyni, er fyrst
var hirðstjóri með Tíla, en síðar ljet drepa hann, hollir
1) Safn til sögu ísl. II. bls. 105.
2) Firnrar Jónsson Historia ecclesiastica, II. bls. 510.
3) Safn til sögu íslands II. bls. 195.
4) Safn til sögu ísl. II. bls. 200. þar ber Ögmundur Tíla vel
söguna, og segir Tíla hafa lofað. að grípa hvorki nje fanga nokk-
urn mann „utan þann. sem Sancte Olafs lög tilsegja11.