Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 55
187
útgáfu af Jónsbók, sem prentuð er á Hólum í Hjalta-
dal 1578, er einnig mynd Olafs hins helga; er myndin
þar nokkuð öðruvísi; konungurinn stendur og er dreki
með mannshöfði krýndu og mjög löngum hala við
fætur hans; hefur hann öxi í vinstri hendi og Olafs-
steina í hinni hægri. J>essir Olafssteinar eru þrír, og
liggja hver ofan á öðrum, og er hinn efsti minnstur.
peir fylgdu likneski Olafs hins helga og eru gjörðir
til minningar um eina aí jarteiknum Olafs konungs.
Segir svo frá í sögu Ólafs helga1, að greifi einn í
Danmörku átti norræna ambátt, ættaða úr jprændalög-
um, sem trúði á Ólaf, en greifinn trúði eigi. J>ann
dag, er Ólafur hafði látið líf sitt, skipaði greifinn am-
báttinni að baka brauð, en henni þótti mjög illt, að
vanhelga daginn, „ok heitaðist við Ólaf konung, ok
kveðst aldrei mundu trúa á hann, nema hann gjörði
nokkura bending ok hefndi þessarra údæma“; og síðan
er greifinn sá brauðið,
,,þá varð grjón að gránu
grjóti danskrar snótar“,
svo sem stendur í Geisla, er Einar Skúlason orti og
flutti fram í Krists kirkju í J>rándheimi um vorið
11522. Á myndinni stendur ártalið 1539. f>essi sama
mynd er einnig framan við Jónsbók, sem er í bóka-
safni konungs (Gl. kgl. Saml. 3274 a, 4to), og rituð á
pappír um 1620; er myndin með litum og víða dregið
í gull og silfur. Ofanmáls stendur: „Magnus kgs“,
en þetta er eigi rjett hjá ritaranum, og benda Ólafs-
steinarnir á hið gagnstæða3. í útgáfunum af Jónsbók,
sem prentaðar eru á Hólum 1707 og 1709, er einnig
1) rornmannas. V. bls. 139—142.
2) Fornmannas. YII. bls. 355.
3) Sjá um þetta handrit og Ólafssteina ísl. fornbrjefasafn L
bls. 710—711.