Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 58
190
tekin eptir lögbók f>rænda, Grágás1 2. Og einnig er
þetta ætlun Páls Vídalíns í fyrstu ritgjörðum hans;
segir hann, að Grágás hafi að öndverðu verið J>rænda-
lög, og hafi Magnús góði gjört hana, og íslend-
ingar tekið hana til umbótar sínum fornu lögum3.
Vjer sjáum þannig, hvernig menn hafa alveg far-
ið villir vegar. í fyrstu halda menn beinlínis, að Grá-
gás sje sett íslendingum af Ólafi helga; en svo fara
menn að sjá, að þetta getur eigi átt sjer stað, og halda
þá, að vor lög sje löguð eptir lögum Norðmanna, og
þetta halda hinir lærðustu menn á sínum tima. pað er
eigi fyr en nokkru eptir 1700, að menn fara að sjá,
að vor lög eru eigi tekin eptir lögum Norðmanna. Sá,
sem ritað hefur um þetta, er fyrstur Jón Magnússon,
bróðir Árna prófessors. Eptir hann er til ritgjörð um
Grágás í safni Árna Magnússonar (A. M. 223, 4to), og
safni Bókmenntafjelagsins (Nr. 221, 4to), rituð um 1720,
þar sem hann sýnir fram á, að lög vor eigi ekki skylt
við Grágás, sem „Olafur kongur helge liet saman-
skrifa“, og alveg sömu skoðun lætur Árni bróðir hans í
Ijósi í brjefi (M.Steph. 24, 4to), er hann ritaði Jóni 1726.
Grágás er þvi nafn, sem upphaflega er fram kom-
ið um 16003, og er orsökin til þess tómur misskilning-
ur. Hin ranga skoðun er ríkjandi fram yfir 1700; þá
fer hið rjetta að ryðja sjer til rúms, en nafnið Grágás
hverfur þó eigi, og er enn þann dag í dag haft sem
nafn á hinum fornu lagahandritum í heild sinni. En
úr því að nafnið þannig er komið fram af misskilningi,
1) Historia rerum Norvegiearum III. (1711) bls. 239.
2) Fornyrði bls. 198—200.
3) Eptir því sem áður er um getið, hefur Staðarhóls-Páll haft
bæði Konungsbók og Staðarhólsbók undir höndum. Hann deyr
1598, og væri því vel mögulegt, að nafnið væri í fyrstu tekið upp
af honum. J>ess má og geta, að Árni Magnússon fjekk pappírs-
handritið (A.M. 125 A 4to) frá 1600 einmitt þaðan að vestan.