Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 65
197
eða þingloka dag; einnig á hún að hafa fund ávallt
þegar lögsögumaður vill eða meiri hlutur lögrjettu-
manna, og enn fremur þá er menn vilja ryðja lögrjettu.
fessi orð að ryðja lögrjettu lúta til þess, að mönnum
var leyfilegt að sitja á bekkjunum í lögrjettu, nema
þá er þar var fundur; eptir 3. gr. gátu menn skorað
á lögrjettumenn að halda fund og skera úr deilu um
lögin; þá verður að reka þá menn af bekkjunum, sem
eru í lögrjettu, og því segja menn, að sá ryðji lög-
rjettu, sem biður lögrjettumenn um að segja, hvað lög
sje í því efni, er hann deilir um, og verður sama þýð-
ingin sem það að biðja lögrjettumenn að skera úr
lagadeilunni með lögum. Enn fremur er þar kveðið á
um vald lögrjettunnar, og sagt, að í henni skuli menn
rjetta lög sín og gera nýmæli eða ný lög; þar að auki
hafði lögrjettan vald til að veita sýknu leyfi (eptirgjöf
á hegningu), sátta leyfi (leyfi til að sættast á víg,
tryggðarof og ýms önnur stór afbrotamál), og ýms
önnur lof, t. a. m. til aðfæra saman vorþing, til að halda
leiðarþing á öðrum stað en vorþingsstaðnum o. s. frv.
í 2. gr. er talað um, hversu leyfin geti fengizt.
í fingskapa þætti hafa menn og fyrirmæli um sýknu-
leyfi; segir þar1: „Ef mönnum er sýknu lofs beðit
at lögréttu, skógarmönnum eða fjörbaugsmönnum,
ok á þat því at eins standaz, ef allir lögréttumenn
leyfa, enda veri engi maðr lyriti fyrir utan lögréttu,
svá at þeir menn heyri, er í lögréttu sitja, en ekki
eigu annara manna orð at standaz, þótt i gegn mæli,
en lögréttumanna, ef eigi verja lýriti“. Af þessu og
1. gr. er auðsjeð, að mjög er erfitt að fá sýknuleyfi,
eins og einnig kemur fram í sögunum, því að ef ein-
hver lögrjettumanna neitar, þá fæst leyfið eigi, og
enn fremur geta einstakir menn lagt bann við því, að
leyfið sje veitt; það getur þó varla verið, að hver, er
1) Konungsbók I. bls. 95—96.