Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 66
198
vill, megi leggja bann við sliku, heldur líklega einung-
is þeir, sem slíkt er áríðandi fyrir, t. a. m. sakaraðili.
Að hinu leytinu er það og ljett að fá leyfið, þar sem
goðarnir þurftu eigi að greiða atkvæði um leyfið, og
umráðamennirnir allir 96 þurftu eigi heldur að vera
viðstaddir; það var nóg, að 48 menn væru við staddir
eða þriðjungur allra lögrjettumanna. J>að er auðsjeð,
að menn hafa eigi haft miklar mætur á lofum, og
hugsað sem svo, að ef enginn hefur neitt á móti því,
þá er nóg, að þriðjungur sje með, en ef einhver eigi
vill, þá skal það eigi veitt. Ef mönnum er alveg sama
um leyfið, þá hefur mest verið undir því komið, að fá
í lið með sjer einhvern málsmetandi mann, t. a. m.
lögsögumanninn, og þá hafa menn gjört það fyrir
hann, að veita leyfið; því sjáum vjer i Grettis sögu,
hversu Gretti þótti mikið komið undir að fá Snorra
goða og Skapta lögsögumann til að mæla með sýknu
sinni; en þá er leyfisins er beðit, er f órir úr Garði
einn í móti og gengur sýknan eigi fram.
í 3. gr. er fyrst kveðið á, að það skuli allt vera
lög, er stendur á skrám eða skinnbókum, og er sagt,
að menn skuli fara eptir skrám biskupa fremur en
öðrum, og af skrám biskupa er sú í fyrirrúmi, sem
er í Skálholti. þ»á segir enn, að menn skuii hafa það
allt, er standi á Hafliðaskrá, en það eitt „af annarra
lögmanna fyrirsögn“, sem eigi mæli því í gegn eða
eigi standi í Hafliðaskrá, eða sem er glöggara. Hvað
meint sje með „annarra lögmanna fyrirsögn“ er nokk-
uð vafasamt; að ætla, að með því sje átt við lögfræð-
islegar ritgjörðir1 2, er eigi líklegt, og það er eigi held-
ur eðlileg þýðing á orðinu fyrirsögn, að það eigi við
1) Graagaas bls. 29—30.
2) Aarb. f. n. Oldk. 1873 bls. 128. Grágás 1883 bls. 615. 673.