Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 71
202
þat vætti, at ek vinn eið at baugi, lögeið, hjálpi mjer
svá Freyr, Njörðr ok hinn almáttki Ás, sem ek man
svá sök þessa sækja eða verja, eða vitni bera, eða
kviðu eða dóma, sem ek veit rjettast ok sannast ok
helzt at lögum, ok öll lögmæt skil afhendi leysa, þau
er undir mik koma, meðan ek er á þessu þingi“. þá
var enn fremur alþingi sett. Að hve miklu leyti Úlf-
Ijótslög hafi líkzt Gulaþingslögum í Noregi, er eigi
hægt að segja um, því að hvorutveggja lögin eru týnd.
þessi ákvæði um, að menn skyldi eigi sigla að landi
með gapandi höfðum og gínandi trjónum, eða um
bauginn og eiðinn, eru eigi í Grágás; aptur á móti er
frásögn i Vígaglúms sögu um atburði, er gerðust
skömmu áður en kristni var lögtekin á íslandi, þar
sem minnzt er á eiðinn; segir þar1 svo frá: sá maður,
er hofs eið skyldi vinna, tók silfurbaug í hönd sjer,
er roðinn væri í nautablóði, þess er til blóta væri haft,
og skyldi eigi minna standa en 3 aura, og eiður Glúms
er svo: „Ek nefni Ásgrím í vætti, annan Gizur i þat
vætti, at ek vinn hofseið at baugi, ok segi ek þat
Æsi, at ek vark at þar ok vák at þar ok rauðk at
þar odd ok egg, er þorvaldr krókr fékk bana“. Hjer
er auðvitað sagt, að baugurinn skuli standa minnst 3
aura, og eiðurinn er eigi alveg orðrjett eins og í
Landnámu, en það er þó auðsjáanlega sami eiðurinn.
Annars hefur Konráð Maurer ritað um frásagnirnar í
íslendingabók og Landnámu og þætti þ>orsteins uxa-
fóts, í Flateyjarbók I. bls. 249 og sögu þ>órðar hreðu
bls. 94, og fært rök fyrir, að allar þessar frásagnir sje
runnar frá sömu uppsprettu, er verið hafi íslendinga-
bók, er nú sje týnd2.
1) Glúma kap. 25.
2) Konr. Maurer: Die Qvellenzeugnisse iiber das erste Landrecht
und iiber die Bezirksverfassung des islandischen Freistaates.