Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 73
205
inn, og menn í Húnavatnssýslu vildu eigi sækja þing
í Skagafirði; þó átti að vera jöfn dómnefna úr Norð-
lendingafjórðungi, sem úr öðrum fjórðungum. Fjórð-
ungaþing voru og lögtekin, og vita menn, að þau
voru sett sumstaðar; þannig setti J>órður gellir fjórð-
ungsþing fyrir Vestfirðingafjórðung að Helgafelli; en
hvort þau hafi verið sett alstaðar, vita menn eigi.
það er víst, að þau urðu aldrei tíð; í Grágás er minnzt
á þau á einum stað, en talað um þau, svo sem það sje
hvorttveggja til, að þau sje höfð eða höfð eigi1. þ>á
voru enn fremur settir fjórðungsdómar, einn fyrir Vest-
firðingafjórðung, annar fyrir Austfirðingafjórðung, þriðji
fyrir Norðlendingafjórðung og fjórði fyrir Sunnlend-
ingafjórðung. Lögunum um vígsóknir var nú þannig
breytt, að eigi þurfti að sækja mann við það þing, er
næst var vetvangi, en nú gat fjórðungsmaður sótt
annan fjórðungsmann við fjórðungsþingið, og enn frem-
ur mátti sækja hann við fjórðungsdóm hans2.
f>orkell máni, sonarsonur Ingólfs landnámsmanns,
var lögsögumaður næstur þ>órarni frá 970—984; hafa
menn haldið, að lögin um sumarauka hafi verið sett á
dögum hans, af því að Ari fróði segir, að sumarauki
hafi verið leiddur í lög „at ráði J>orkels mána“; en
þetta er eigi rjett, því að |>orsteinn surtur, er fann
sumarauka, dó fyrir 960, eptir því, er Gísli docent
Brynjúlfsson segir3 4, og Guðbrandur Vigfússon hafði
áður fært rök fyrir í sinni ágætu ritgjörð „Um tíma-
tal í íslendingasögum114. Hefur sumarauki því verið
lögleiddur, meðan jpórarinn var lögsögumaður. Fyrir
1) Staðarhólsbók bls. 356.
2) íslendingabók kap. 5. flænsnaþóris saga (ísl. sögur II.).
Eyrbyggja kap. 10. Landn. II. kap. 12. viðb. II. bls. 334.
3) Andvari VI. bls. 158.
4) Safn til sögu ísl. I. bls. 321, 336.