Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 76
'
208
lög hafa, þau sem hann réði upp at segja. þ>á var
þat mælt í lögum, at allir menn skyldi kristnir vera
ok skírn taka, þeir er áðr voru óskírðir á iandi hér;
en of barna útburð skyldu standa in fornu lög ok of
hrossakjötsát; skyldu menn blóta á laun, ef vildu, en <
varða fjörbaugsgarðr, ef váttum kæmi við‘11.
Eptir f orgeir var Grímur Svertingsson lögsögu-
maður í 2 ár (1002—1003), en síðan Skapti þ>óroddsson
í 27 ár (1004—1030). Á fyrsta lögsagnarári hans var
fimmtardómur settur. Hann var hinn æðsti dómstóll
landsins; fjórðungsdómar voru áður hinir æðstu dóm-
stólar; en eptir að fimmtardómurinn var settur, mátti
skjóta ýmsum málum frá þeim til fimmtardómsins; hjer
skulu að eins nefnd vjefangsmál, því að þau skýra
einna bezt tildrögin til þess, að dómurinn var settur.
Ef dómendur í fjórðungsdómi urðu ósamþykkir, og
sumir vilja dæma með sækjanda, en aðrir verjanda í
vil, þá skulu þeir skipta sætum, og þeir setjast sam- '
an, sem eru á sama máli. þ>á áttu þeir, er voru með
sækjanda, að skora á hinn flokkinn, að varpa hlutkesti
um, hverjir skyldu mæla vjefangsmálum. feir, er
hlutu, áttu að mæla fyrst; skyldu þeir segja, hvern
dóm þeir mundu dæma, og skora á hinn flokkinn, að
vera með sjer að þeim dómi; hinir áttu þá einnig að
mæla vjefangsmálum alveg á sama hátt. J>á áttu
hvorirtveggju að vinna vjefangseið að því, að þeirvildu
dænia, svo sem þeir ætluðu rjettast vera að lögum, og
færa jafnframt ástæður fyrir því, hvers vegna þeir
ætluðu sinn dóm rjettan; að endingu áttu báðir að
kveða upp sinn dóm1 2. Hjer voru nú því tveir dómar
1) íslendingabók, kap. 7., og Kristni aaga, kap. 11. Njála,
kap. 105.
2) Konungsbók I. bls. 75—77; sbr. Orðasafn í Grágás 1883.
Konráð Maurer ætlar, að ef minni hluti dómenda haíi verið 6