Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 80
212
og Sighvatur Surtsson (1076—1083). Árið 1084 varð
Markús Skeggjason lögsögumaður, ogvarþaðtil 1107.
J>á var Gissur ísleifsson biskup í Skálholti; 1096 voru
lögleidd tíundarlög hjer á landi1; segir Ari fróði, að af
ástsæld Gissurar biskups og af tölum þeirra Sæmund-
ar fróða og með umráði Markúsar lögsögumanns var
það í lög leitt, að allir menn töldu og virtu allt fje
sitt, og sóru, að rjett virt væri, hvort sem var í lönd-
um eða lausum aurum, og gjörðu tíund af siðan; gekk
það fje til tíundar, er skuldlaust var. Lögleiga var
tíu af hundraði, og skyldu menn nú greiða tíunda hlut
af vöxtunum, og er því þetta gjald kallað tiund, og
samsvarar einum af hundraði skuldlausrar eignar. Tí-
undinni átti að skipta í 4 staði; einn íjórðung átti að
leggja til þurfamanna, annan til biskups, oghinatvo til
prests og kirkju2. Um þetta leyti var það og, að
„Gizur biskup lét lög leggja á þat, at stóll biskups
þess, er á íslandi væri, skyldi í Skálholti vera, og
nokkru síðar árið 1106 var settur biskupsstóll að Hól-
um í Hjaltadal3.
Eptir Markús varð Ulfhjeðinn Gunnarsson lögmað-
ur (1108—1116), og síðan Bergþór Rafnsson (1117—
1122). Á lögsagnarárum hans varð mikill atburður i
lagasögu landsins. Segir Ari fróði svofrá: „It fyrsta
sumar, er Bergþórr sagði lög upp, var nýmæli þat
gört, at lög vor skyldi skrifa á bók at Hafliða Más-
sonar of vetrinn eptir, at sögn ok umráði þeirra Berg-
þórs ok annarra spakra manna, þeirra er til þess voru
teknir. Skyldu þeir görva nýmæli þau öll í lögum,
1) íslendingabók, kap. 10., Kristnisaga kap. 12., Sturlunga III.
bls. 203., Hungurvaka, kap. 6., Bisk. sög. I. bls. 158, ísl. annálar.
2) Konungsbók II. bls. 205. o. flg.
3) íslendingabók, kap. 10., Sturlunga III. bls. 203—204, Bisk.
sög. L bls. 28., 68., 158.—159. ísl. annálar.