Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 81
213
er þeim litist þau betri en in fornu lög; skyldi þau
segja upp it næsta sumar eptir í lögréttu, ok þau öll
halda, er inn meiri hlutr manna mælti þá eigi í gegn.
En þat varð at fram fara, at þá var skrifaður Vígslóði
ok mart annat í lögum, ok sagt upp í lögréttu af
kennimönnum of sumarit eptir; en þat líkaði öllum vel
ok mælti mangi því í gegn‘a. Lögin hafa því verið
rituð á bók um veturinn 1117—1118, og samþykkt
í lögrjettu sumarið 1118. Hafliði Másson var ein-
hver mesti höfðingi á landinu um sína daga og bjó að
Breiðabólstað í Vesturhópi; bókin var síðan kenndvið
hann1 2. Næstur Bergþóri var löglögumaður Guðmund-
ur forgeirsson (1123—1134); á lögsagnarárum hans
var lögtekinn Kristinna laga þáttur(ii23—1133). í>or-
lákur Runólfsson biskup í Skálholti ruddi til þess á
sfnum dögum, að þá var settr og ritaðr Kristinna
laga þáttr eptir hinna vitrustu manna forsjá á land-
inu ok umráðum 0ssurar erkibiskups, og voru þeir
báðir viðstaddir til forráða jporlákr biskup og Ketill
biskup 3.
Eptir þennan tíma eru margir lögsögumenn, en
fremur stutta stund hver, og að þeim lögum, sem getið
er um, eru biskupar helztir hvatamenn. Eptir Guðmund
1) íslendingaliók, kap. 10. Kristni saga, kap. 13. Sturlunga
TTT- bls. 204. ísl. annálar.
2) Til er rit, sem kallað er Bergþórsstatúta; þar eru reglur
um virðing á fasteignum til dýrleika og til tíundar. I riti þessu
er sagt, að það hafi verið samþykkt á alþingi 1117 a£ Bergþór
lögsögumanni og 16 öðrum nafngreindum höfðingjum. En þetta
er fals eitt, og hefur Einnur biskup sannað það i ritgjörð, er
heitir Anatome Bergthoriana. Bitið er samið af Daða presti
Halldórssyni, til þess að freista þeirra Páls Vídalíns og Arna
Magnússonar, er þeir fóru að meta jarðir á íslandi 1702. Sjá
Safn til sögu ísl. II. bls. 22—23.
3) Hungurvaka, kap. 11.