Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 82
214
voru lögsög’umenn Rafn Úlfhjeðinsson (1135—1138),
Finnur Hallsson (1139—1145), Gunnar Úlfhjeðinsson
(1146—1155), Snorri Húnbogason (1156—1170) og Styr-
kár Oddsson (1171 —1180). Næst seinasta árið, sem
hann var lögsögumaður, 1179, var það i lög leitt, að
halda heilagt Ambrosíusdag og Cecilíudag og Agnes-
ardag, og af teknir 2 dagar í hvítudögum1. Gissur
Hallsson var lögsögumaður 1181—1200, og voru þá
lögteknar 2 messur: 1199 var lögleitt, að andlátsdagur
þorláks þ>órhallssonar (biskupsii78—1193) skyldi vera
haldinn heilagur, og er dagur sá síðan kallaður for-
láksmessa fyrir jól (23. des.)2, og árið eptir voru sett
lög að halda heilagan andlátsdag Jóns Ögmundarsonar
(biskups 1106—1121) 23. apr.3. J>á voru enn sett lög
um stikumál. Meðan Gissur var lögsögumaður, voru
mikil rangindi manna á meðal í mælingum. J>á gaf
Páll Jónsson (biskup 1195—1211), Loptssonar, það
ráð, að taka upp stikumál; er stikan helmingi lengri
en hin forna íslenzka alin, er merkt var á kirkjuvegg
á f>ingvöl!um. „Styrktu þá aðrir höfðingjar með bisk-
upi, Gizurr ok synir hans: J>orvaldr ok Hallr ok
Magnús, þat mál; einnig bræðr hans: Sæmundr, er
þá var göfgastr maðr á öllu íslandi, ok Ormr, er
bæði var lögspakr ok at flestu forvitri, ok allir höfð-
ingjar, ok voru þá lög á lögð, eptir því sem ávallt
hefur haldizt síðan“4.
Eptir Gissur var Hallur sonur hans lögsögumaður
1201 —1209, og siðan Styrmir fróði 1210—1214, og þá
Snorri Sturluson 1215—1218. Meðan Snorri var lög-
sögumaður, voru sett þrenn merkileg lög. Meðal ka-
1( Biskupas. I. bls. 106. og 420. Sturlunga III. kap. 2.
2) Biskupas. I. bls. 115, 134, 303, 458.
3) Biskupas. I. bls. 186. og 459.
4) Biskupas. I. bls. 135.