Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 84
216
leifur hreimur annað sinn 1268, Jón Einarsson annað sinn
1269—1270, J»orleifur hreimur þriðja sinn 1271, og’var
hann seinastur lögsögumaður á íslandi.
Hjer hafa verið nefnd ýms lög, sem talað er um
í sögunum, að sett hafi verið, og spurningin verðurnú,
hvort vjer getum byggt nokkuð á því, er ritað er um
þau, og sjeð af þeim, hvernig lögin hafa verið sett.
J>á er þess fyrst að geta, að hvergi er minnzt á það
tilfelli, að tveir hafi deilt um óljós lög, heldur er al-
staðar talað um ný lög, er sett hafi verið. J>að er
nefnt áður, að það sje líklegt, að aðferðin við að setja
ný lög muni hafa verið lík, eins og sú aðferð, er Grá-
gás segir að höfð hafi verið, þá skorið var úr laga-
deilu; og styrkist þetta mjög við það, er stendur í
sögunum. Sá, er reyna vildi úrskurð lögrjettunnar, átti
að biðja lögsögumann og goða alla að ganga til lög-
ijettu og fara í setur sinar; alveg hið sama kemur
fram í sögunum. J>ar er fyrst talað að lögbergi.
þórður gellir heldur ræðu að lögbergi, þá er lögin um
fjórðungsþing, fjórðungsdóma] og vígsóknir voru sett;
|>orsteinn surtur heldur ræðu að lögbergi, þá er tíma-
talinu var breytt; J>orvaldur talar þar fyrir kristni, en
við tillögum hans er illa tekið; þar tala þeir og Giss-
ur hvíti og Hjalti Skeggjason og J>orgeir Ljósvetninga-
goði, og þar hefur Njáll talað um fimmtardóminn. J>á
segir enn fremur í Njáls sögu, að menn hafi gengið
til lögrjettu, er Njáll hafði lokið máli sínu. Kemur
þetta einnig alveg heim við það, sem segir f Grágás,
að sá, er vildi reyna úrskurð lögrjettumanna, skyldi
skora á þá, að „þeir gangi í lögrjettu ok f setur sín-
ar“, og að menn þá hafi verið skyldir til að ganga til
lögrjettunnar. J>á er enn sagt f Grágás, að þeir menn,
er ósamþykkir sjeu, skulu segja lögmál það, er þá
skilur á, og segja til þess, er þeim ber á milli; þetta
kemur og vel heim við það, sem stendur fNjálu; Njáll