Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 85
217
verður að skýra frá þvi í lögrjettunni, hver lög hann
vill að sett verði, og hversu þau skuli vera. Eptir
Grágás áttu lögrjettumenn að íhuga mál þeirra, er
deildu, og liggur það í eðli málsins, að það hefur eins
verið gjört, ef ný lög skyldi setja. En nú kemur
mergurinn málsins, og það er, hvort vjer fáum nokkuð
því til styrkingar, að atkvæðaafl skyldi ráða úrslitum,
og lögin verið sett eptir því, sem meiri hlutinn vildi
Og höfum vjer það einnig, því að vjer höfum sögn
Ara fróða sjálfs um þetta atriði; hann segir, að lögin
hafi átt að skrifa að Hafliða Másssonar eptir sögn og
umráði Bergþórs lögsögumanns og annara spakra
manna, er til þess voru teknir; þeir áttu að gjöra ný-
mæli þau öll í lögum, er þeim litist betri en hin
fornu lög; „skyldi þau segja upp it næsta sumar í
lögréttu, ok þau öll halda, er inn meiri hlutr manna
mælti þá eigi í gegn“. J>etta kemur alveg heim við
þá aðferð, sem sagt er í Grágás að skuli hafa, þar er
lögrjettumenn skera úr lagaþrætu. Eptir Grágás gengu
lögin fram, þó jöfn væru atkvæði, ef lögsögumaðurinn
var með lögunum; úr því að Bergþór átti að vera við
samningu laganna, þá var líklegt, að hann mundi vera
með þeim nýmælum í lögrjettu, er hann sjálfur var
viðriðinn, og þvi segir Ari, að lögin skyldi „öll halda,
er inn meiri hlutr manna mælti eigi í gegn“. Að
endingu styrkist það, að nýmælin hafi á eptir verið
sögð upp að lögbergi, því að það stendur beinlínis í
Njáls sögu, að eptir að fimmtardómslögin voru sett,
gengu menn til lögbergs, og er þá einmitt líklegt, að
lögin hafi verið sögð þar upp.
Vjer fáum þannig stig fyrir stig stuðning úr sög-
unum, og virðist því eigi þörf á að færa frekari sönn-
ur á, að atkvæðafjöldi hafi ráðið með lögrjettumönn-
um, þá er ný lög voru sett; þetta er í sjálfu sjer eðli-
legast; þvi að hvílík vandræði mundu eigi hafa leitt af