Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 86
218
því, ef einn maður í lögrjettu hefði getað hindrað hvert
lagafrumvarp, erfram hefðikomið, ogmundi slík regla
varla hafa getað þrifizt á þjóðveldistímanum.
í sögunum er auðvitað ýmislegt ónákvæmt.
fannig er sagt í íslendingabók, að Skapti hafi sett
fimmtardómslög, og í Njálu, að Skapti hafi leitt í lög
fimmtardóm; en á slíkri ónákvæmni má eigi byggja
neitt; það getur litið til þess, að Skapti hafi orðað lögin í
lögrjettunni; en hvernig sem þessu er varið, þá styrkir
það eigi þann málstað, að lögin hafi þurft að sam-
þykkja í einu hljóði. fað kemur og eigi vel heim,
er þorgeir Ljósvetningagoði sagði upp lögin um kristni;
það er auðvitað mögulegt, að það hafi verið samþykkt
í lögrjettu á undan, að halda það sem lög, er porgeir
segði upp; en það getur og verið, að menn hafi eigi
farið þar alveg eptir lögunum, og látið sjer nægja að
fá einungis loforð manna um að halda lög orgeirs,
og hafi þau þá verið eins og samningur meðal manna.
A þetta benda helzt orðin í Njálu kap. 105., þar sem
segir, að þ>orgeir hafi eigi látið sjer nægja það, að
menn játuðu því að halda lög þau, er hann segðiupp;
því að „hann kvaðz vilja hafa svardaga af þeim ok
festu at halda, oker hann hafði sagt upp lögin, þóttuz
heiðnir menn mjök sviknir vera“. Annars talar Ari
eigi um þetta; hann segir einungis, að eptir að menn
höfðu játað því, að hafa þau lög, er hann segði upp,
„þá var þat mælt í lögum vorum“ o. s. frv. En hversu
svo sem er um þetta mál, þá er þessi atburður að
minnsta kosti svo sjerstakur, að menn hafa sagt lög-
um sundur með sjer, að eigi má byggja of mikið á
þessari lagasetningu, og er svo með það sem hitt, að
eigi getur það neitt styrkt þá ætlun, að lögin hafi orðið
að samþykkja með öllum atkvæðum.
þess verður og að geta, að það er sagt í Grágás,
að einhver skuli segja lögin fram í lögrjettu, þá er