Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 89
221
á milli þess, að rjetta lög sín og gera nýmæli, og
verður því rjettast að ætla, að öll ný lög hafi ávallt
þurft að vera lögð 3 sumur til lögbergis áður en þau
voru talin með hinum eldri lögum.
Lögrjettan átti að halda fund báða sunnudaga í
þingi og þinglausnadag; enn fremur átti hún, að halda
fund, er lögsögumaður vill eða meiri hlutur manna (o:
lögrjettumanna), og í hvert sinn, er menn vilja ryðja
lögrjettu. Skal hjer nú drepið á, hversu menn gátu
fengið ný lög1. Áður hefur verið talað um það, hversu
menn gátu fengið ný lög, er menn vildu ryðja lögrjettu.
Fyrst og fremst geta menn þáfengið ný lög, erþeim
ber eitthvað verulegt á milli, með því að biðja lögrjettu-
menn og lögsögumann að skera úr málinu; en þessa
aðferð geta menn einnig notað, þó að þeim beri eigi
neitt verulegt á milli, heldur ef þeir einungis vilja fá
úrskurð, og skrár skera eigi úr; það getur jafnvel
hugsast, að menn hafi fengið annan til að mótmæla
sjer og þannig fengið ný lög2. Eptir þvi, hvernig á-
statt var á alþingi, þurfti eigi að óttast, að slíkur að-
gangur til þess að fá ný lög yrði vanbrúkaður.
1 sögunum eru að eins nefnd dæmi til, að ein-
stakir menn hafi komið fram og haldið ræður um til-
lögur til laga. þórður gellir, ý>orsteinn surtur, þ>or-
valdur víðförli, Gissur hvíti, Hjalti Skeggjason, Njáll
o. fl., — allt eru þetta einstakir menn; seinna meir
eru það helzt biskuparnir, sem koma með tillögur til
laga. J>að er þannig auðsjeð. að einstakir menn hafa
getað komið fram með tillögur til laga, og einnig
mætti ímynda sjer, að þeir hafi getað heimtað fund í
lögrjettu, eins og þeir, er þræta um lögmál, en það
1) Aarböger f. n. Oldk. 1873 bls. 168 o. fl.
2) Aarb. f. n. Oldk. 1873 bls. 188.