Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 94
Lögsögumaður átti að segja upp þingsköp hvert sum-
ar, hina aðra lagaþætti á þremur sumrum, og við
þessa uppsögu voru lögrjettumenn, er setur eigu til
fulls, skyldir að vera viðstaddir; og ef þeim var það
eigi hægt, þá áttu þeir að minnsta kosti að senda um-
ráðamenn sína til þess að hlýða á lögsögumann, og
lágu fjársektir við, ef þeir vanræktu þetta, og það
enn fremur, sem eigi var þýðingarminnst: að þessir
menn máttu eigi gefa neitt atkvæði, ef skera skyldi
úr þrætu um lög, er þá voru sögð upp. Hinir fáfróðu
verða að víkja úr löggjafarsessinum og enga hlutdeild
hafa í því máli, sem vænta má að þeir þekki eigi.
Fastheldni í skoðunum, fróðleikur í lögum og
rjettlæti í lagasetningu einkennir hið forna löggjafar-
vald á þjóðveldistímunum. þingvellir var staðurinn,
þar sem lögin voru sett af göfugustu og vitrustu mönn-
um landsins í áheyrn 2—3000 manna, helztu bænda
viðsvegar af landinu.
Og hver er þá furða, þó lögin verði góð og
viturleg?