Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 95
Um blóðið
Frá hinum elztu tímum hafa menn, jafnt lærðir
sem leiknir, haft margs konar getgátur um eðli blóðs-
ins, enda er það náttúrlegt, þar eð svo hægt er, að
sjá og athuga, hversu nauðsynlegt það er fyrir lífið.
Á fyrri tímum var það ætlun manna, að sjúkdómar
kæmu af því, hvernig ástand blóðsins væri, og blóð-
taka var haldin óbrigðult meðal við flestum sjúkdóm-
um, og á það sjer jafnvel enn þá stað hjá sumum
hjer á landi. Menn hafa einnig ímyndað sjer, að hið
margbreytta lyndisfar manna og hið ýmislega ástand
likamans á öllum aldri væri komið af breytingum í
blóðinu. fað hefir verið sýnt með tilraunum, að mögu-
legt er, að spýta blóði úr einu dýri inn í æðar á öðru
dýri (Transfusion); þetta hefir og verið gjört á mönn-
um, og hafa menn því stundum jafnvel gert sjer vonir
um, að með því að spýta blóði úr unglingi inn í æðar
á gamalmenni, mundi vera mögulegt, að láta gamal-
mennið kasta ellibelg, þ. e. láta það fá aptur hreysti
og heilbrigði æskunnar; meira að segja: menn hafa
haldið, að breyta mætti náttúruhvötum manna með
því, að spýta í þá blóði úr öðrum; sumir hafa komizt
svo langt, að þeir hafa barizt móti þessari aðferð ein-
mitt af því, að það, að spýta dýrablóði inn í lík-
ama mannsins gæti, spillt hinu æðra eðli hans
15*