Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 96
228
þannig, að hann yrði þá bæði heimskari og dýrslegri,
ef svo væri að farið.
fessar ðfgar og hindurvitni, er snerta þýðingu
blóðsins fyrir líkamann, hafa þó smám saman horfið og
í stað þeirra komið skynsamleg rannsókn. En þó álit
manna hafi mjög verið á reiki f þessu efni á hinum
liðnu öldum, hafa menn þó f einu atriði ætíð verið
samdóma; í einu atriði hefir reynsla allra tfma borið
hið sama vitni, og þessi vitnisburður er sá, að blóðið
er hinn sanni lffsvökvi, sá, sem fyrst og fremst við
heldur lífinu og er skilyrðið fyrir tilveru þess.
Án blóðsins er ekkert líf mögulegt, og án þess
geta hin ýmsu líffæri ekki fengið það, er þau þurfa
sjer til vaxtar og endurnæringar eða til að bæta upp
þau efni, sem hverfa burtu vegna þess, að þau eru
orðin spillt og geta því ekki gagnað líkamanum
lengur.
þ>essi nauðsyn blóðsins er eitt af því, er liggur
svo beint fyrir og er svo hægt að sanna, að skoðanir
manna eru naumast mismunandi í því efni. En sje nú
spurt: „Hvers vegna getur blóðið við haldið lffshitan-
um fremur en aðrir vökvar?“; sje spurt um, hvaða
efni blóðið hafi til þessa og á hvern hátt það leysi af
hendi þetta sitt þýðingarmikla ætlunarverk, verða þá
ekki margir, sem ekki geta svarað því?
Vjer skulum þá lauslega skoða hin helztu efni,
sem eru f blóðinu, til þess, að geta svarað þvf, hvers
vegna blóðið getur verið blóð, og hvers vegna þvf er
ætlað að vera hinn sanni lífsvökvi.
þegar blóðdropi er skoðaður í sjónauka, þá sjest,
að allur sjónarflöturinn er þakinn eintómum kringl-
óttum, bleikrauðum smákornum, sem ýmist liggja laus,
ýmist þjett saman í hópum, og opt má sjá þau liggja
hvert við hliðina á öðru, eins og peninga í peninga-
skrfni. Athugun þessi sýnir oss þegar, að blóðið er