Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 97
229
ekki vökvi i orðsins fyllsta skilningi, eins og 51, vín,
eða sjór. Hún sýnír oss aptur á móti, að blóðið er
vökvi, sem er blandaður óteljandi fjölda af smákornum,
er sveima í því, og þess vegna getum vjer líkt því við
mjólk, sem einnig er vökvi, er óteljandi fjöldi af
fitu- eða smjörkúlum sveimir í. Smáagnir þessar, er
íinna má í blóðinu með sjónaukanum, eru kallaðar
blóðkorn, en vökvinn er kallaður „plastna11, eða
blóðvökvi. fegar skoðað er nákvæmar með sjónauk-
anum, sjást hingað og þangað stærri, litarlausar smá-
kúlur, inn^n um hinar rauðu smáagnir, sem eru marg-
falt fleiri; þannig eru tvenns konar korn í blóðinu: hin
lituðu eða sem almennt er kaliað rauðu blóðkorn, og
litarlausu eða hvítu blóðkornin.
Hvítu blóðkornin eru optast að tiltölu fá, þegar
tala þeirra í vissum mæli blóðs er borin saman við
hina miklu mergð hinna rauðu. Vanalega er eitt
hvítt blóðkorn móti 500 rauðum. Hinn mikli sægur
rauðu blóðkornanna, sem vjer sjáum í einum blóðdropa,
sýnir oss greinilega, að þessar litlu blóðagnir hljóta að
hafa mjög mikla þýðingu, hversu óálitlegar sem þær
sýnast 1 fyrsta áliti. Vjer viljum nú fara nokkrum
orðum um hin rauðu blóðkorn og ætlunarverk það, er
þau eiga að leysa af hendi.
í>egar rauðu blóðkornin einstök eru skoðuð í
sjónauka, þá eru þau með ígulum lit, en sje horft á
þykkt lag af þeim, þá sjest, að þau eru rauð, og f
raun og veru eru það þessar smáagnir, er gefa blóð-
inu hinn rauða lit þess; þar á móti er blóðvökvinn
(plasma) gulleitur. Hin rauðu blóðkorn eru reyndar
nokkuð ólík í hinum ýmsu dýraflokkum, en í mannin-
um og nærfellt öllum Öðrum spendýrum eru þau ætfð
kringlóttar og flatar töflur með sljófum brúnum og
þynnri í miðjunni en til randanna; stundum eru rand-
irnar dekkri en emðjan, en stundum er það þvrt á