Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 100
232
Aptur á móti er blóðshiti fuglanna -(- 420 C. í öllum
spendýrum fer blóðið hringferð sína með hjer um bil
26—28 hjartaslögum; f manninum fer það umferð
sína á 23 sekúndum, i hesti á 31V2 sek., f hundi á
1 6s/4 sek., í kanínu á 7V2 sek- Af þessu er svo að
sjá, sem umferðartími blóðsins sje því lengri, sem dýr-
ið er stærra. Vinna hjartans er svo mikil á hverjum
sólarhring, að það samsvarar því, að lypt væri rúm-
um 400 þúsund pundum 1 fet í lopt upp. Aðal-slag-
æðin (aorta), sem liggur frá hjartanu, er 26 millimeter
að þvermáli, og við hvern slátt hjartans tekur hún
móti 177 tenings-centimetrum af blóði úr vinstra hvolf-
inu; hraði blóðsins í henni f manninum er 400 milli-
meter á sekúndu; f slagæð á hestfæti er hraði blóðs-
ins 56 millimeter á sekundu; f hálsblóðæð á hundi
225 millim., í háræðunum f nethimnu augans í mann-
inum 3/é millim. og f hinum minnstu háræðum V2
millim. á hverri sekúndu.
Vjer snúum oss nú að súrefninu aptur, og þvf,
hversu mikilsvert það er fyrir blóðið, og þar með fyr-
ir lífið. far eð það, eins og áður er sýnt, er svo
nauðsynlegt fyrir lífið, og sjerhver smáögn í líkaman-
um hefir líf, þá hlýtur að vera nauðsynlegt, að blóðið
geti hæglega og á hverju augnabliki komizt til allra
hluta líkamans; og af því sjest aptur, hve lffsnauðsyn-
legt er, að lóptið, sem vjer öndum að oss, sje sem
hreinast, og geti iðulega endurnýjast, svo nægilegt
súrefni sje í því, þegar það blandast blóðinu f andar-
drættinum. fegar blóðið tekur á móti loptinu í lung-
unum, taka blóðkornin við súrefninu og bera það til
allra hluta líkamans, enda sýnist þetta vera aðal-ætl-
unarverk þeirra. — Sjerhvert blóðkorn tekur þannig f
lungunum byrði sína af súrefni gegnum veggi lungna
háræðanna, af þvi, að þeir eru svo þunnir, að loptið
kemst hvervetna gegnum þá; en blóðið, sem er vökvi,