Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 105
237
Hæmog’lobin samblandast þó ekki að eins súrefn-
inu, heldur einnig nokkrum öðrum lopttegundum, t. d.
blásýru, og þó einkum hinni eitruðu lopttegund, sem
kallast kolasýringur (CO), sem ekki má blanda sam-
an við kolasýru (CO2) pessi iopttegund er það, sem
rýkur stundum fram úr ofnum, og getur gert loptið í
herbergjunum banvænt. Hæmoglobin hefir sterkari
aðdrátt til þess en súrefnis, og þannig getur kolasýr-
ingurinn rekið súrefnið brott, og á þennan hátt hefir
það eitraðar verkanir, að það hindrar rauðu blóðkorn-
in frá að taka í sig súrefnið. Þegar meiri hluti
blóðkornanna er þannig sviptur ætlunarverki sínu,
verða afleiðingarnar dauðinn, þ.e., að maðurinn kafnar
af skort á súrefni. f>ar sem hin algenga köfnun kem-
ur af því, að loptinu er fyrirmunað að komast inn í
lungun, þá kemst hjer nóg af súrefni inn í lungun,
en það verður að engu gagni vegna þess, að hin
rauðu blóðkorn geta ekki tekið á móti því, af því,
að þau hafa áður tekið kolasýringinn í sig, og hafa
því annað að starfa. í miltisbrandi, hinum hættulega
sjúkdómi á skepnum, sem margir munu þekkja, fara
örsmáar plöntur (ósýnilegar), sem „bakteríur“ kallast,
inn í bióðið og orsaka köfnun á líkan hátt með þvi,
að þær draga að sjer súrefni, en anda frá sjer kolasýru,
eins og sumar hinar ófullkomnustu plöntur gera, og
valda því bráðum dauða með því,að spilla þannig blóðinu.
Vegna þess að rúmið leyfir oss ekki, að athuga
rauðu blóðkornin nákvæmar, þá viljum vjer nú fara
fám orðum um sjálfan blóðvökvann.
Eins og blóðkornin, sem flytja súrefnið út um lík-
amann, verða að sveima í vökva til þess, að geta bor-
izt til allra hluta líkamans, eins verða líka næringar-
efni þau, er vjer fáum með meltingunni, að vera leyst
upp í vökva, til þess, að þau geti borizt inn í blóðið,
og með því um allan líkamann. En þetta á sjer ekki