Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 110
242
ana. Hin mikla þýðing fibrin-myndunarinnar, sem vjer
köllum storknun blóðsins i daglegu tali, er fólgin í því,
að með því er fyrir girt, að vjer missum svo mikið af
hinum dýrmæta vökva, blóðinu, að það valdi lífstjóni
eða veiki krapta vora.
En þar eð blóðið hefir í sjer sjálft þann eiginleg-
leika, að geta storknað, hvernig getur það þá haldizt
rennandi í æðunum? Hvers vegna storknar það ekki
í oss lifandi og verður að föstu efni? Orsökin til þessa
er sú, að einungis annað af þeim efnum, sem þurfa til
þess, að blóðið storkni, eru í lifandi blóði; en hitt efn-
ið, sem til þess þarf, „fibrinferment*, vantar. „Fibrin-
fermentið“ myndast ekki fyr en blóðið er runnið úr
likamanum, og eptir að það hefur misst áhrif
þau, er það fær úr veggjum hinna lifandi æða; en allt
sýnist benda á, að það sjeu ekki rauðu blóðkornin,
heldur hin hvítu, sem veita efnið til „ferment-mynd-
unarinnar“, því óðara en blóðið er horfið úr æðunum,
eyðast hvítu blóðkornin; jafnhliða því myndast fibrin-
fermentið, og storknunin i blóðinu byrjar.
En hvers vegna eyðast hvítu blóðkornin. og hvers
vegna mynda þau „fibrin-fermentið“ ekki fyr enþegar
þau eru runnin úr æðunum? Hvers vegna geta þau
haldizt óbreytt meðan lífið helzt og blóðið rennur eptir
æðunum? Orsökin til þessa sýnist vera fólgin i áhrif-
um þeim, er blóðið fær af æðapípunum að innanverðu,
sem enn er ekki fullkunnugt, því meðan hvítu blóð-
kornin eru á nægilegri hreyfingu og snerta nýja staði
í hinum lifandi æðum, haldast þau óbreytt, en eyðast
jafnskjótt og blóðið kemst i kyrð. Missi blóðið fram-
rás sína, t. d. þegar bundið er um skurð, þá eyðagt
hvítu blóðkornin og blóðið storknar í likamanum lif-
andi. Annars þarf að eins að stinga nálarodd, mjórri
glerpípu eða álíka teini inn í æðina, og þá má sjá,
hversu hin límkenndu, hvítu blóðkorn festa sig við