Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 111
243
nálina eða pi'puna ogf eyðileggjast, og mynda um leið
dálitla blóðlifur kringum nálina. f>egar æðarnar eru
skemmdar að innan einhverstaðar, þá geta hin hvítu
blóðkorn safnazt þar fyrir, eyðzt, og myndað þar dá-
litið af trefjaefni. petta getur einnig komið fyrir í
sjúkdómum, sem hafa gjört breytingar á hjartanu, og
myndað ójöfnur á fellilokum þeim, er hindra blóðið að
renna til baka í hjartahólfunum, og margir hafa snögg-
lega dáið af því, að blóðlifrar hafa flutzt með blóð-
straumnum frá hjartanu eða öðrum stað, og borizt inn
í lungun; þegar blóðlifrar þessar loka hinum stærri
blóðæðum, hlýtur af því að leiða bráðan bana, vegna
skorts á súrefni.
Eins og áður er sagt, eru einnig salt eða steina-
efni í blóðinu. Meðal þeirra eru matarsalt (klórnatri-
um) og soda (kolasúrt natron), jafnvel þó lítið sje af
þeim. Af matarsalti er töluvert meira, hjer um bil
6—7 hlutar þess móti iooo hlutum blóðs. Af soda
er töluvert minna. Af því, hve lítið er af söltum
þessum í blóðinu, væri náttúrlegt, þó menn freistuðust
til að halda, að þau væri þýðingarlítil efni í blóðinu;
en það er öðru nær, enda munum vjer þegar finna,
að þau eru mjög áríðandi.
Blóðið er „alkaliskur11 vökvi, það er að segja:
það verkar eins og mjög dauf upplausn af soda í
vatni, og jafnvel þó mjög lítið sje af soda í blóðinu,
hefir hann þó eigi að síður ómetanlega þýðingu. Vjer
töluðum áður um, að blóðið ekki að eins starfar að
því, að flytja næringarefni inn í vefina, hvort sem það
er súrefnið eða önnur næringarefni, heldur einnig að
það verður að flytja burt þau efni, sem eru orðin óhæf
fyrir lífið, úr hinum ýmsu pörtum líkamans, og á
meðal þessara efna er kolasýran eitt hið helzta. Lopt-
tegund þessi þarf nauðsynlega að flytjast á burtu úr
16*