Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 112
244
vefjunum, og það er einmitt þetta „alkali“, þessi soda,
sem er í blóðvökvanum, sem einkum starfar að því,
að flytja kolasýruna burtu. J>etta kemur til af því, að
þegar mikið af kolasýru berst að sodanum, getur
hann sameinast meiru af henni. þ»etta er kallað tví-
kolasúrt salt (NaHC03) og er að þvl leyti ólfkt al-
mennum soda (Na2C03), að vatn og kolasýra hefir á
ný sameinazt honum. f>egar soda snertir aptur lopt
það, sem minni kolasýra er í, sleppir hann aptur
nokkru af kolasýrunni. Slagæðablóðið er að tiltölu
með lítilli kolasýru, en auðugt af súrefni, og þegar
það rennur eptir háræðunum í hinum ýmsu hlutum
líkamans, snertir það þá vefi, sem eru auðugir af kola-
sýru; blóðkornin sleppa þá súrefninu, en soda tekur
á móti kolasýrunni, og þegar slagæðablóðið kemur f
annað sinn gegnum háræðarnar, er soda á ný viðbúinn
að taka á móti kolasýrunni, en blóðkornin til að sleppa
súrefninu. Jafnvel þó líkindi sjeu til, að soda njóti
aðstoðar annara efna, þá hefir hann þó ekki minni
þýðingu fyrir lífið en blóðkornin, og eru því bæði
jafn-nauðsynleg.
En matarsaltið hefir einnig mikla þýðingu; þegar
blóðkornin eru látin í hreinsað (destilleret) vatn, eyð-
ast þau, en sje matarsalti blandað saman við vatnið,
halda þau mynd sinni og útliti. J>annig mundu blóð-
kornin eyðast án matarsaltsins og blóðið gæti ekki
framar verið lifsvökvi vor. En þó er ekki þar með
búið. Saltlaust og hreinsað vatn er drepandi eitur
þegar svo ber undir. í fyrsta áliti kann þetta að virð-
ast ótrúlegt, en þó er það satt. J>egar dýri með köldu
bíóði, t. d. froski, er látið blæða þangað til hann er
að fram kominn dauða, og vatni er síðan spýtt f æðar
hans, sem er jafn-salt og blóðið, þá getur froskurinn
lifað enn þá um nokkurn tíma, og verður það að
nokkru leyti skiljanlegt af því, að dýr með köldu