Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 114
Um sannan grundvöll stafsetningar.
Málfræðingar hafa margt skarplega athugað um
stafsetningu íslenzkrar tungu; en næstum eingöngu
hefir það lotið að rithætti fornmanna; en súhlið máls-
ins hefir orðið út undan, sem þó mun mega teljast hin
verulegasta, og sem ritháttur bæði fornmanna og nú-
tíðarmanna hlýtur að eiga rót sina i.
J>að er: sannleikur staýsetningarinnar, eða hversu
hún er samkvæm tiigangi sínurn.
En tilgangur hennar er sá: að gjöra heyranleg
orð sjáanleg, með því að uppleysa þau í frumparta
sína, og sýna með tilsvarandi tákni (o: staf) hverja þá
raddartilbreytingu, sem verður í hverju orði fyrir sig,
og i sömu röð, sem raddfæri gjöra tilþreytingarnar,
sem orðið er samsett af.
Athugi maður þetta efni nákvæmlega, má finna
einskorðað' náttúrulögmdl, sem stjórnar hreifingum radd-
færanna, þegar talað er.
Málið er samsett af röddum, er táknast með
„hljóðstöfum^, og raddbindingum, er táknast með
„samhljóðendumu. H-ver rödd og hver binding raddar
þarf vissa raddfærahreifingu til að geta komið fram.
Svipaðar hreifingar gjöra skyldar raddir; má skifta
þeim, og stöfunum, sem tákna þær, í flokka eftir þessu.
f>ar á byggist hin alkunna skifting i „varastafi41, „góm-
stafi“, „tannstafi“ o. s. frv. þeir jflokkar kallast sam-