Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 115
247
hljóðendur, því þeir tákna ekki sjálfstœðar raddir,
heldur hinar ýmsu bindingar raddanna, sem einskorða
sambönd þeirra þannig, að þær verða að mannlegu
máli.
Raddstafirnir (hljóðstafirnir) tákna hinar sjálf-
stœðu raddir, og skiftast þær einnig í flokka, eins og
af sjálfum sjer, eftir mismunandi skyldleik raddfærahreif-
inganna, sem þær þurfa. íslenzkan hefir nú 13 sjálf-
stæðar raddir; en einungis 6 þeirra eru jrumraddir-,
— það er að segja: þær koma fram af frumhreifingum
raddfæra; en þar með er ekki sagt, að þær sjeu eldri
í málinu.
Frumraddirnar eru: a, e, i; o, ö, u\ má kalla a
aðalfrumrödd allra hinna: hún er opnust og sterkust,
og þó ljettust, því hún hreifir raddfærin svo lítið, að
varla verður greint. Röddin e lætur tunguna hefjast
lítið' eitt að innanverðu; en röddin i lætur hana hefjast
miklu meira og framan til um miðju; röddin o lyftir
tungunni að innanverðu likt og e, en dregur þar að
auki varirnar saman og nokkuð til hringmyndar; rödd-
in ö dregur þœr meira saman, en hreifir tunguna varla
meira en a; röddin u dregur þcer mest saman og nokk-
uð út á við, en hreifir tunguna líkt og i.
]?annig skiftast frumraddirnar í tvo flokka: a-e-i-
flokkurinn hreifir ekki varirnar,- en ö-ú'-w-flokkurinn
dregur þær meira eða minna saman.
Nú eru tveir af raddbindingunum (samhljóðend-
unum), sem öðrum fremur eru náskyldar hinum sjálf-
stæðu röddum, sín hvorum flokki frumradda; má kalla
þær hálfraddir eða raddauka. Stafirnir, sem tálcna þær,
kallast „hljóðstafabræður“.
Raddauki a-e-f-flokksins lyftir tungunni framan
til nokkuð fastara en frumraddirnar gjöra; hann ernú
á tímum táknaður með j, en var áður blandað sam-
an við i.