Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 119
251
veir. 1 formálanum fyrir Jómsvfkingasögu, Khöfn 1882,
talar útgefandinn, Petersen, um það á bls. X, að í
J[?. 2Qi, 40 i Safni Árna Magnússonar, sem bókin er
prentuð eftir, sje ei ritað fyrir é (t. d. eir fyrir ér=þjer),
og bendir það ljóslega til hins sama. fannig er ekki
ástæða til að efast um, að hjá fornmÖnnum hafi é
táknað breikkað e, samkvæmt náttúrulögmálinu fyrir
hreifingum raddfæranna; fornmenn munu hafa þekkt
það. En nú á tímum getur vort lifandi mál samt ekki
notað bókstafinn é öðru vísi en sem band fyrir. je. Or-
sökin til þessa er sú, að framburður ýmsra radda í
málinu hefir breyzt siðan fornmenn rituðu; eða með
öðrum orðum: sumar raddir hafa skift um sæti í ýms-
um orðum; en það, sem búið var að rita, „stendur
eins og stafur á bók“, og við þetta hefir merking
sumra stafa orðið önnur en var. þetta er ekki furða,
þar eð alþýða öll var ólæs í margar aldir; en í munni
alþýðu lifir málið, og til að geta haldið því óbreyttu,
þarf hún almennt að kunna ritmálið. Hitt er þar á
mót furða, hve lítið það þó er, sem málið hefir breyzt;
en það má þakka samgönguleysinu við aðrar þjóðir.
í>ví hafa líka breytingar þær, sem orðnar eru, verið
lengi á leiðinni og framburður þeirra á reiki á ýms-
um tfmum og í ýmsum hjeruðum. Málfræðingar eru
komnir að þeirri niðurstöðu, að mismunurinn á „grönn-
um“ og „breiðum“ röddum hafi í fyrstunni ekki verið
annað en lengdar-munur, þ. e. mismunur á hraða í
framburði þeirra. Enn nærri má geta, að frá því veg-
ir þeirra skiftust á þann hátt, og til þess er þær höfðu
fengið þann mismun, sem nú er á þeim, hefir margt á
dagana drifið fyrir þeim. Röddiu / t. a m. hefir haft
nógan tíma til að breytast úr é í ei og úr ei í /<?, þó
það hafi aldrei orðið snögglega; og þannig mætti
gizka á fleiri breytingar, t. a. m., að röddin, sem ei
táknaði áður (meðan é táknaði þá rödd, sem ei táknar