Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 122
264
er við og við bagi búinn af atvinnuskorti; nú vilja menn
reyna að bæta nokkuð úr þessu með því að útvega ríkinu
nýlendur í öðrum heimsálfum, til þess að fá þar nýjan mark-
að fyrir vörurnar. Bismarck hefir, eins og allir vita af
blöðunum, tekið eindregið f þennan streng; hann færist nú
enn í aukana, karlinn, og spennir nú greipar um jarðar-
hnöttinn. þjóðverjar hafa nú kastað eign sinni á mörg
héruð í öðrum heimsálfum; hafa herskip þeirra verið á reiki
um úthöfin árið sem leið; hafa þeir náð ýmsum ítökum í
Eyjaálfu og víða gert strandhögg í Afríku.
Til Afriku fara ferðamenn tugum saman á hverju ári
til rannsókna, mörg félög hafa sett sér það mark og mið,
að ryðja menntuninni braut 1 álfu þessari, og síðan þjóð-
verjar fóru að ásælast lönd þar, hefir ferðamannasægurinn
vaxið að miklum mun. Stofnun Kongóríkisins, ófriðurinn í
Súdan, landnám þjóðverja, Frakka og Itala og fleiri við-
burðir, hafa hið síðasta ár dregið Afríku fram á sjónar-
sviðið, svo mikið hefir verið um hana rætt í blöðum og
tímaritum. Eg ætla hér að fara fáum orðum um það, sem
nú er að gerast í Afríku, og nefna hinar allra merkustu
rannsóknarferðir, er menn hafa fengið fregnir af á þessu
ári (1885).
Fyrir nokkrum árum var mikið ritað um það, hve nauð-
synlegt væri að leggja járnbraut yfir eyðimörkina Sahara
inn í Súdan ; gerðu Frakkar út hóp af vísindamönnum undir
forustu Flatters yfirforingja, til þess að skera úr, hvort það
væri fært; en vísindamenn þessir voru drepnir, og ekkert
varð af neinu, enda er þessi leið til Súdan miklum erfið-
leikum bundin. Nú eru Frakkar allt af að búa sig undir
að leggja járnbraut frá Senegambíu inn til Timbúktú; þó á
það víst langt í land enn, að á því verði byrjað. Smátt
og smátt eru Frakkar að færa sig upp með fljótunum, reisa
kastala, berjast við Blámenn og semja við suma. Nýlega
tókst sendimanni Frakka, Gallieni að nafni, að semja við
soldáninn í Segú, Frökkum í vil; svo löndin austur undir
Niger hafa flest skotið sér undir vernd Frakkastjórnar.