Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 124

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 124
256 reisa kastala og greiða verzlun og iðnaði brautir þar efra; hefir honum tekizt það furðu vel. Nú er orðinn sá endir á þeim málum, sem allir vita, að Berlínarfundurinn stofn- aði Kongóríki, og fékk það í hendur Belgíukonungi, og var Stanley gerður að jarli yfir ríkinu. Landnám Stanleys hefir reynzt mjög mikilsvert fyrir vísindin, því bæði hefir sjálfur hann og félagar hans rannsakað löndin kringum Kongó, og þær ár, sem í hana falla, og svo hefir hann gert allar sam- göngur miklu greiðari en áður. Kristniboðar enskir, Com- ber og Grenfell, hafa farið langar ferðir um Kongólöndin; hafa þeir t. d. skoðað ána Kúangó — mikið vatnsfall, sem kemur sunnan í Kongó —, og mælt afstöðu árfarvegsins. Maður er nefndur Wissmann, herforingi þýzkur; honum tókst fyrir nokkrum árum að komast yfir Afríku þvera syðst í Kongóríkinu; í hitt eð fyrra hélt hann á stað aptur og hafði með sér marga vísindamenn. Wissmann hafði áður hitt stóra á, er heitir Kassai, og hélt hún mundi renna norður í Kongó, og ætlaði nú að skoða hana. Stanley hafði á rannsóknarferðum sínum fundið stórá, er fellur í Kongó að sunnan, og heitir þar Buki; miklu sunnar og vestár fann hann vatn, er hann kallaði Leópoldsvatn; úr því fellur áin Kwa í Kongó, og sameinast hún Kúangó, er fyr var getið. Menn héldu, að áin Buki væri sama áin sem Kassai, og nú í sumar vonuðust menn eptir Wissmann og félögum hans niður þessa á, og beið gufuskip eptir hon- um við ármynnið; en í september þetta ár (1885) kom sú fregn til Európu, að Wissmann væri kominn niður á Kongó, en ekki þá leið, er menn héldu, heldur út um mynnið á ánni Kwa; segir hann, að Kassai falli gegnum Leópoldsvatn og fleiri vötn, og gat hann farið alla leiðina lengst sunnan að á bátum niður í Kongó; er þetta mjög merkileg ferð, því með þessu er fundin skipaleið frá Kongó suður undir hæðadrögin fyrir norðan Zambese. Hinn nafnkunni ferðagarpur og grasafræðingur Schwein- furth ferðaðist á árunum 1868—71 um héruðin vestan til við uppsprettur Nílar, og fann þar margt merkilegt, t. d.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.