Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Page 125
257
dverg-þjóðina Akka, og dvaldist lengst af innan um mann-
ætur í Níam-níam-löndunum. |>ar kom hann meðal annars að
geysistórri á, er rann í suðvestur og var kölluð Uélle; eigi
gat hann fengið neina áreiðanlega vitneskju um það, hvert
fijót þetta rynni, og ferðamenn, er seinna hafa farið um
sömu slóðir, hafa aldrei komizt svo langt, að þeir gætu orð-
ið nokkurs vlsari. Sumir halda, að Uélle beygi til vesturs
og sé sama og áin Schari, er fellur í Tsadvatnið ; en það
er skoðun flestra, að hún renni suður í Kongó, því þar
hafa menn séð mynni á stórfljótum (t. d. Ubangi, Mangalla,
Itimbiri o. fl.), er falla þangað suður. Ef það nú sannaðist,
sem líklegt er, að Uélle félli í Kongó, er það mjög mikils-
verð uppgötvun ; því þá mætti komast á skipum upp eptir
Kongó og norður í Nílarlönd, svo þar mætti að kalla má
taka höndum sunnan yfir álfuna þvera. Að öllum líkindum
munu Uélle og Kassai reynast seinna meir mjög svo mikils-
verðar fyrir verzlunarsamgöngur i Kongóríkinu. Nú eru
tveir nafnfrægir ferðamenn farnir á stað til þess að glíma
við að leysa úr þeim vafa um Uélle. Brazza fór í sumar á
stað á gufuskipi upp Kongó til þess að kanna fljót þau, er
helzt gætu staðið í sambandi við Uélle. Brazza er nafn-
frægur fyrir ferðir sínar og uppgötvanir í Kongólöndum og
stóð lengi í stímabraki við Stanley út úr landnámi þar syðra.
Hinn maðurinn heitir Oscar Lenz; hann er líka nafn-
frægur landkannari, hefir farið margar ferðir um Afríku og
varð frægastur fyrir ferð sína frá Marokkó til Timbúktú
1879—80.
Nýlega hefir tveim ferðamönnum frá Portúgal, Capello
og Ivens, tekizt að komast yfir Suður-Afríku þvera; fóru
þeir frá Benguela austur að mynninu á Zambesc norðar en
Livingstone fór um árið; gjörðu þeir margar uppgötvanir,
er snertu þjóðir og landslag í þeim héruðum, þar sem vötn
skiptast norður til Kongó og suður til Zambese. Serpa
Pintó, sem frægur er orðinn fyrir ferðir sínar í Suður-Afríku,
fór með miklu fylgdarliði (um 1000 manns) í sumar er var
Tímarit hins isl. Bókmenntafjelags. VI. 17