Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Side 131
263
Sýndi hann þar mesta dugnað, sem hanu var vanur, en
hætti sér um of í hinu banvæna loptslagi, og dó 19. apr.
1885 á þýzku herskipi fyrir Guineaströnd.
Seinustu dagana í ágústmánuði 1885 sást ný stjarna á
himni í þokubletti, sem er í stjörnumerki því, er heitir
Andromeda. jpar sem stjarnan sást, hafði aldrei fyr orðið
vart við neitt þess háttar; stjörnufræðingur einn, IsakWard
að nafni, skoðaði þokublettinn 19. ágúst, og sá þá ekkert
nýstárlegt, en 30. s. m. sást stjarnan fyrst á jpýzkalandi.
Eins og kunnugt er, sjást bjartir þokublettir hjer og hvar
á himninum ; í góðum sjónpípum sést, að sumir þeirra eru
ekki annað en stjörnuhópar, sem eru svo langt í burtu, að
ljós hinna einstöku stjarna rennur saman í eitt fyrir augum
vorum; en sumir þokublettirnir leysast ekki sundur, þó
þeir séu skoðaðir með beztu sjónpípum ; nú gæti hugsast, að
þessir blettir væri svo langt í burtu, að sjónpípur vorar gætu
eigi greint hið einstaka; en með Ijósrannsóknum má fá fulla
vissu urn eðli þeirra. Samfast ljósband (continúerandi
spectrum) frá stjörnu sýnir, að hún er eins og sól vor: log-
andi, með hálfbráðnum og storknuðum ögnum innan um.
Ef ljósbandið er dökkt með mislitum rákum, er líkami
sá, sem sendir frá sér ljósið, í gufulíki (sbr. Andvari 1882,
bls. 26—29). Af þessu hafa menn séð, að sumir þoku-
blettir eru eintóm gufa, líklega sólkerfi, sem eru að skap-
ast. f>ó ekki sé hægt að greina hinar einstöku stjörnur í
Andromeda-þokunni, þá sést þó á ljósbandinu, að þoku-
blettur þessi er samsettur af mesta stjörnusæg, sem er óg-
urlega langt f burtu. Herschel segir, að Andromeda-þokan
muni vera 2000 sinnum lengra frá oss en Sirius, og að
ljósið (sem fer 40,000 mílur á sekúndu) muni þurfa 6000
ár til þess að komast þaðan til jarðarinnar; ef þetta er
rétt, þá er stjarnan, sem nú sóst, ekki eins ný-tilkomin og
vér ímyndum oss, því hún hefir þá orðið til í þessari mynd,
sem nú er hún, fyrir 6000 árum, en gerir nú fyrst vart