Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Qupperneq 137
269
grammi, og steinn þessi er því nærri \ úr pundi á þyngd.
Nú er verið að fægja þennan stein í Amsterdam; demanta
er eigi hægt að fága með öðru en duptinu af sjálfum þeim;
fágun á þessum steini kostar rúmar 14,000 krónur. Mælt
er, að demant þessi sé öllum öðrum demöntum fegri og
bjartari. þegar demantar eru fægðir, verða þeir miklum
mun léttari en áður, en miklu fegurri. Vanalega kostar á
gimsteinamarkaðinum eitt »karat» af ófáguðum demanti
100 krónur; en ef steinninn vegur meira, þá fæst verðið
með því að margfalda karatatöluna með sjálfri sér, og það,
sem út kemur, með því, sem fyrsta »karatið» kostaði.
Eyrsta karat af fægðum demanti kostar 3—500 krónur, og
ef steinninn er fleiri karöt, er verðið einnig ákveðið sem
hér segir. þessi steinn frá Suður-Afríku ætti þá ófægður
að kosta 22,562,500 krónur. Hver vill kaupa ?
Fyrir skömmu hefir fundizt heill skrokkur af mammúth-
dýri í Síbiríu við mynnið á ánni Lena á 72° n. br. Dýr
þau, er svo heita, voru náskyld fílunum, ákaflega mikil vexti,
með langar bognar höggtennur, og kafloðin ; þau áttu heima
í Síbiríu og Európu, um það leyti sem ísöldin gekk yfir,
en eru horfin fyrir löngu. Dýr þessi hafa menn fundið lítt
sködduð með holdi og hári í jörðu fram með fljótun-
um norðan til í Síbiríu ; hafa þau geymzt þar ó-
skemmd í klakanum um margar þúsundir ára. A átjándu
öld fann Pallas fyrstur manna þetta dýr í Sibiríu á 64° n.
br., en það dýr, sem hann fann, var úldið og illa til reika;
1806 náði Adams náttúrufræðingur í annað og flutti af því
heila beinagrind til Pétursborgar ; hann náði og 30 pd. af
hári, öðru auganu, ognokkru af innýflunum og holdinu ; hitt
voru hvítabirnir búnir að eta. Schmidt náttúrufræðingur
náði fyrir nokkrum árum leifum af hinu þriðja; en það,
sem hér um ræðir, kvað vera alveg heilt með innýflum og
öllu saman, að eins lítið eitt skaddað á öðrum framfæti ;
dýr þetta er 17J fet á hæð. Sá heitir Bunge, sem fæst