Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 138
270
við að koma dýrinu undan og varðveita leifarnar. Nú geta
náttúrufræðingar skoðað nákvæmlega allan skapnað þessa
dýrs, sem dáið hefir fyrir mörgum þúsundum ára.
Á þýzkalandi eru nú sem stendur 109 félög, sem fást
við almenna náttúrufrœði, og hafa sett sér það mark og
mið, að stuðla til framfara hennar í öllum greinum ; og þó
eru þau ekki þar með talin, sem fást að eins við einstakar
greinir náttúruvísindanna sérstaklega, t. d. efnafræði, jarð-
fræði, skorkvikindafræði, fuglafræði, o. s. frv., og eru þau
eins mörg eða fleiri. Elzt þessara félaga er Leópold-Caro-
lus-félagið í Halle; það var stofnað 1652.
I öllum menntuðum löndum er nú mjög lögð stund á
jarðfrœði, og jarðfrceðisrannsóknir eru gjörðar á almanna-
kostnað; óvíða hefir þó landsstjórnin verið jafn-atorkusöm
og lagt jafnmikið í sölurnar, eins og stjórnin í Bandaríkj-
unum í Norður-Ameríku. I hverju ríki í öllu sambandinu eru
rannsóknarnefndir með mörgum embættismönnum og miklu
fé til kostað; en sambandsþingið kostar af alþjóðarfé stór-
kostlegar rannsóknir, er snerta allt ríkið, og þó einkum þau
héruð, sem ekki eru enn komin í ríkjatölu (hjálendur). Ætla
eg hér að fara fáeinum orðum um þessa miðnefnd ríkisins.
Eyrir rannsóknunum í heild sinni stendur I. W. Powell, og
undií forustu hans eru 134 jarðfræðingar, sem eru fastir
embættismenn, og 148 náttúrufræðingar, sem taka þátt í
rannsóknunum um stundar sakir. Á síðasta ári var varið
til jarðfræðis-rannsókna 2,753,000 krónum af rfkisfé, og nærri
jafnmikið fé leggja sambandsríkin, hvert um sig, til hinna
sérstöku rannróknarnefnda, sem eg sleppi hér að minnast á;
þessar smánefndir eru eigi bundnar miðnefndinni beinlínis,
en vinna þó í sameiningu við hana að sama takmarki.
Miðnefndin er nýlega komin í það snið, sem hún nú hefir ;
vann hún þó áður vísindunum mikið gagn undir forustu