Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1885, Síða 140
272
Nafnfrægur dýrafræðingur, 0. C. Marsh, er fyrir þeirri stofu-
un, er rannsakar leifar hryggdýra. Hann hefir gert ótal
uppgötvanir, er snerta sögu dýralífsins á jörð vorri, og fundið
mörg einkennileg dýr frá fyrri tímabilum, sem eru mjög
merkileg í náttúrusögunni; hann hefir t. d. fundið hesta-
tegundir með mörgum hófum á hverjum fæti, tennta fugla
o. m. fl. Miðnefndin og stofnanir þær, sem henni eru ná-
tengdar, gefa út fjölda margar vísindabækur á ári hverju;
nefndin gefur út árlegt yfirlit yfir rannsóknirnar, alþýðlega
skráð, og er 20,600 eintökum útbýtt gefins til til þess að
mennta alþýðu í þeirri grein. Hin vísindalegu rit eru seld
og gefin útlendum og innlendum vísindastofnunum.
Auk þessa kostar stjórn Bandaríkjanna mörgum miljón-
um króna til ýmissa annara rannsókna, er lúta að landa-
fræði og náttúruvísindum, lætur gera landsuppdrætti, rann-
saka strendurnar og sjávarbotninn, kanna dýra- og jurtalíf,
ástand, mál, sögu og fornleifar Indíana o. s. frv.
Náttúruvísindin ráða mjög högum heimsins nú á tím-
um, og framför og menning þjóðanna er að miklum mun
undir þeim komin ; þetta sjá menn alstaðar, nema hér á Is-
landi, á hala veraldar.