Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 4
4
og öðrum hlutum Grg. II 61 »En þat eru 6 álnaaurar
kýr ok ær at þínglagi þvi sem þar er í því héraði« sbr.
Grg. II. 58 »En hálft þeir aurar er þar ganga í því
þíngi«.
Það er að kenna ókunnugleika manna á fornum
fræðum, að þá skuli furða á þvi að alin vaðmáls og kýr-
in skyldi í tíð landnámsmanna og lengst fram eftir öld-
um vera mælikvarði verðlagsins og höfuðgjaldmiðill í við-
skiftum manna. Lærðum mönnum má þó kunnugt vera,
að latneska orðið pecunia peningar sé komið af pecus
nautgripr, og bendir því á að naut eðr kýr hafi upphaf-
lega verið verðmælir hjá latneskum þjóðflokkum. Svo
vita og þeir er lesið hafa Ilíonskviðu Hómers í þýðingu
Sveinbjarnar Egilssonar, þessa óviðjafnanlega snillings
snillinganna, að ýmsir dýrgripir eru þar metnir svo og
svo mörg uxalög eðr uxagildi, svo sem til kúgilda er
metið hér á landi; svo og hitt að gull og silfr var vætt-
um vegið. Vér vitum og enn að orðið f é þýðir bæði
sauðfénað og fjármuni. I Færeyum hefir verðmæti hluta
mjög lengi verið talið í skinnum, og var sauðskinnið
metið á 4 skildínga spesíu (Andersen: Faröerne). Menn
verða að láta sér skiljast, að mannkynið hefir alið lengst-
an aldr sinn áðr það hafði slegna penínga að verðmæli
og algengasta gjaldmiðli. Menn skyldi og aldrei gleyma
því að gull og silfr er engu síður vara en þau eru verð-
mælir i mótuðum peníngum. í Noregi voru eigi slegn-
ir peníngar fyrr en síðla á 10. öld. En alla þá tið, er
eigi voru til slegnir peníngar, hlutu menn að hafa aðra
þá hluti eðr vöru, er gerði þeim mjög svo hið sama
höfuðgagn sem slegnir peningar gjöra nú. En þá er að
hverfa til þess er aðalefni er þessarar ritgreinar, en það
er samanburðr á vaðmálareikníngi og silfrreikníngi. Set
eg þá fyrst verðnöfn þau er menn reiknuðu eftir, svo í
vaðmálsreikníngi sem í silfrreikningi.