Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Page 7
7
■silfrs, ok svá slegit at 60 penninga gerði eyri veginn, ok
var þá alt eitt talit ok vegit. Þat var jafnmikit fé kallat
ihundrat silfrs sem 4 hundruð [ok 20 álna] vaðmála, ok
verðr1 2 þá at hálfri mörk vaðmála eyrir« (silfrs). I Grg.
III, 462 er prentað eftirrit af þessari sagnagrein, er slepp-
ir orðunum »ok 20 álna«* og bætir við orðinu »silfrs« í
niðrlagi greinarinnar. Eg hefi því eigi hikað við að setja
•orðin »ok 20 álna« í hornklofa. Grein þessi sýnir nú
ljóslega hve margir aurar verið hafi í hundraði silfrs, því
fyrst segir hún að það hafi verið jafnmikið fé kallað eitt
hundrað silfrs sem fjögur hundruð vaðmála, og ályktar
:svo: »verðr þá at hálfri mörk vaðmála eyrir« (silfrs).
Alykt höfundarins er þannig: Hundrað silfrs gegn hundr-
uðum vaðmála er sem 1 : 4, hið sama er að auratali, að
eyrir silfrs gegu aururn vaðmála3 er sem: 1 : 4. Sama
verður niðurstaðan, ef vér förum til og reiknum. Vér
vitum að í 4 hundruðum vaðmála eru 10 merkr eðr 20
hálfmerkr og eins bo aura. Nú er eyrir silfrs jafn hálfri
mörk og því jafn 4 sex álna aurum, og verða þá 20 aur-
ar í hundraði silfrs, með því og að 4X20 eru 80.
I annan stað er þess að geta, að á þessum eina
stað í Grg, I b, I92 og í eftirritinu Grg. III, 462 eru
hildir 60 penníngar i eyri vegnum. í Grg. I a, 195
og 201 og II, 32 er og talað um penninga vegna, þ.
•e. pennínga silfrs, en þess eigi getið hve margir penn-
íngar gerði eyri. Aftr eru í Grg. I a, 192 og 204, sbr.
1) Réttara mun að lesa verðr en varð, þótt það
skifti hér eigi máli.
2) Það er víst rétt er G. W. Dasent segír í The history
of Burnt Njal II, 403, að þessar 20 álnir sé eins konar ofanálag,
og telr hann fleiri dæmi til þessa siðar.
3) Eyrir vaðmáls er oftlega kallaðr 6 álna eyrir, þvi 6
álnir voru í eyri vaðmáls, þó stendr víða eyrir eintómur í sömu
merkíngu.