Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 8
8
II, 190 taldir 10 penníngar í eyri. En eigi hafa menn
rannsakað, svo eg viti, við hvern eyri átt sé, hvort við
eyri silfrs eða við 6 álna evri, á þeim stöðum, er 10
penníngar taldir eru í eyri. Nú er það auðsætt, að sé
þar átt við eyri lögsilfrs hius forna, að verð pennínga
hefir hækkað sexíalt, eðr úr 60 upp í 10 þ. e. 10 penn-
ingar voru nú orðnir jafnháir að verði sem 60 áðr. En
sé átt við eyri af brendu silfri, þá nálega tólffalt hvort-
tveggja virðist vera með öllu ómögulegt. En sé aftur í
móti átt við 6 álna eyri, hefir verð pennínga þó eigi
hækkað uema um þriðjung, því 15 penníngar koma á.
sex álna eyri, er þeir voru fjórir í einum eyri lögsilfrs.
Nú er tvent til, að annaðhvort hafi misritazt lx fyrir xl,
þ. e. 6o fyrir 40, og hefir þá verð pennínga staðið í
stað, er 10 penníngar eru í eyri vaðmáls, það er í 6 álna
eyri. Mér þykir nú mjög líklegt, að hér hafi misntazt
lx fyrir xl, því þess eru önnur dæmi, og mun eg minn-
ast á eitt þeirra siðar. Hitt er og til og eigi svo ólík-
legt, ei vel er að gáð, að á þeim stöðum er 10 penn-
íngar eru taldir í eyri, sé verð lögaura miðað við brent
silfr en eigi við lögsilfrið forna, og því við annað dýr-
leikshlutfall milli lögaura og silfrs. Málsgreinina: »ok var
þá alt eitt talit og vegil« hygg eg rétt sé að skilja þann-
ig, að þ á, þ. e. árið 1000, var jafngilt hvort er penn-
íngar voru taldir eða vegnir, því þá voru 60 penníngar
réttr eyrir veginn af lögsilfri, svo a ð v e r ð i sem a ð
þýngd. En nú þá er handrit það var ritað á 13.
öld, er vér nú höfum af Grágás, var orðið öðru máli
að gegna. Lögsilfrið var þá horfið, svo eigi var að miða
penníngana við hlulfall þess og vaðmála. Brent eða skírt
silfr var nú eitt til, og hlutfall þess hafði smám saman
lækkað úr 1 : 8 og 1 : 7‘/2 ofan í i': 6. Hefir þá rit-
arinn álitið sér skylt að taka til greina dýrleikshlutfall
það rnilli silfrs og lögaura, er hann þekti á sínum dög-