Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Side 9
9
um og rétt fyrir sína daga þannig, að 60 penninga væri
sem fyrr í eyri vegnum og því io nú í 6 álna eyri er
dýrleikshlutfall silfrs og lögaura var orðið i : 6. En
þessi gáta verðr eigi fyllilega ráðin nema með nægilegri
þekkíngu á peníngasláttu í fyrri daga.
Nú er að athuga silfrgang eðr gangverð silfrs á
ýmsum tímum. Þess er þegar getið, að um það leyti er
kristni var lögtekin hér á landi var tvens konar silfr til:
b 1 e i k t silfr eða 1 ö g s i 1 f r i ð forna og b r e n t
silfr, þ. e. skírt silfr. Hæsta verðið á brenda silfrinu er
elzt, því silfr fór æ lækkandi. Svo segir þá er taldir
voru lögaurar: »Brent silfr er enn, ok er eyrir at mörk
lögaura« Grg. I b, 141, II, 214, sbr. I a, 241 og II. 88.
Hér er eyrir af brendu silfri mörk eðr 8 aurar eðr 48
álnir vaðmáls, og er þá brent silfr gegn lögaurum sem
1:8. í Grg. I b, 192—95 stendr alþíngissamþykt um
fjárlag manna, er naumast er ýngri en frá 1080 (IsL
Fornbrs. I 164). Þar segir svo: »Eyrir gulls þess er
stendst elding fyrir 6u« þ. e. 60 sex álna aura, »mörk
brends silfrs fyrir 0o«, það er og 60 sexálnaaura. Hér
er þá dýrleikshlutfall gulls við lögeyri (6 álna eyri) sem
1 : 60, og eyris silfrs sem 1 : 71 /*. Hefir því gang-
verð brends silfrs lækkað frá þvi um 1000 um '/16 hluta.
Þetta silfrverð hefir staðið Iengi. I Grg. I b, 246—48
stendr: »fjárlag í Árnessþíngsókn«, og segir þar: »Þat
er fjárlag í Árnessþíngsókn, at þrjú hundrut álna vað-
mála skulu ganga fyrir hundrat þínglagsaura«. Þessa
grein er svo að skilja, að í Árnessþingsókn skal þíng-
lagseyrir þ. e. lögmætr gjaldeyrir, vera 3 álna eyrir, svo
eigi skal þar talið í hundruðnm álna vaðmála né í hundr-
uðurn 6 álna aura, heldur eingöngu í 3 álna aururn.
Þetta votta og öll ákvæði fjárlagsins. Um verðlag á
gulli og silfri er svo mælt: »Eyrir gulls skal vera at
hundraði þriggja álna aura, þat gull at eigi vesni at 'lit i