Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Síða 14
-4
að niðgjöldin verið hafi 15 merkr, og því siðr að þau
verið hafi 1 $ merkr silfrs. Skal eg því leiða sönnur að
því, að niðgjöldin hafi aldrei numið meiru en fullum n
mörkum, ef þveiti eru með talin, og að þessar merkr voru
merkr lögaura en eigi merkr silfrs.
Hvað þýða nú þessi orð i baugatali: þrimerkíngrr
tvítugauri, tvímerkíngr, tólfeyringr? Eftir orðmyndinni
þýða þau eitt af tvennu, annaðhvort bauga þá er a ð
v e r ð i eðr þá a ð þ ý n g d eru þrjár merkr, tuttugu aur*
ar, tvær merkr, tólf aurar, það er að segja, annaðtveggja
að verði 1 ö g a u r a eðr að þýngd s i l f r s, fyrir því að
verðnöfnin mörk og evrir eru sameiginleg svo reikningi
vaðmála sem reikníngi silfrs. Lítum nú fyrst á hvort
líklegra sé. Það er eigi líklegt að menn hafi borið i
armlegg sér bauga þrjár merkr að þýngd og þýngri. Enn
sterkari likindi þess að hér muni vera átt við verð bauga
en eigi þýngd þeirra er það, að hvergi hefi eg fundið í
fornlögum vorum mörk né eyrir standa óviðkend (abstract)
eðr eintóm svo, að átt sé við mörk eðr eyri silfrs, nema
því aðeins að sambandið beri með sér, að eigi geti það
valdið misskilníngi að svo stutt er að orði kveðið, svo'
sem Grg. I b, 141 og 192 (tölul. 245) og II, 88; en
aftr í móti stendr mörk og eyrir allviða óviðkend í stað-
inn fyrir mörk eðr eyri lögaura. í Grg. I a, nSstendr
um fjöibaug aðeins, að hann sé mörk, en framar á 88.
bls. segir, að hann sé »mörk lögaura«. Um fé það er
lagt var til höfuðs sekum skógarmönnum stendr í Grg.
I a, 178 að það sé 8 aurar, en á 189. bl. er það kallað
»mörk lögaura«. I Kristinna laga þætti, Grg. II 24 seg-
ir svo: »Prestar eiga að selja tíðir sínar, ok meta eigi
dýrra en 12 merkr millum alþinga tveggja. Sex merkr
skal hann taka 6 álna aura en aðrar 6 skal hann taka
slikar sem þar ganga at skuldamóti« (sbr Grg II, 58 og
I b, 217). I tíundarlögum vorum hinum fornu eru fé-