Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1904, Qupperneq 15
15
sektir allar ákveðnar óviðkendar í aurutn og mörkutn; en
um sektir þessar segir svo í Grg. I b, 214: »En utn
févíti öll þau er hér fylgja ok útlegðir, þar skál dæma
sex álna aura«. Einna ljósast dæmi er það, hvernig orð-
aðar eru fésektir þær fyrir ýmsar mótgerðir í orði eðr í
verki, er mönnum voru sýndar og kallaðar voruréttreðr
og lögréttr. Réttrinn er nefndr »átta aurar ens fimta
tigar« i Grg. I a, 205, I b, 181 og II 313 —14; en Grg.
I a, 155, I b, 245, II, 390 og III, ^34 bæta við orðinu.
»lögaura« og Grg. II, 202 orðunum »sex álna aura«.
Dæmi þessi skal eg láta mér nægja. Það ræðr og að-
líkindum, að mönnum hafi þótt óþarft að setja hvarvetna
aftan við orðin: aura, mörk orðið »vaðmála« eðr »lögaura«
eðr »sex álna aura« eðr »vöruvirðs fjár«, þar er enginn
vafi gat á þvi leikið hvað við var átt, fyrir þvi að lög-
aurareikningrinn var hinn almenni viðskiítareikningr manna,
hvort sem talið var í 6 álna eðr 3 álna aurum.
En hér þarf eigi á líkindum og tilgátum að halda,
hversu líklegar sem vera kunna, þvi hér skal eg færa til
tvo staði, er sýna fyllilega, að átt sé við lögaura en eigi
við silfr þá er talað er um bauga. Fyrri staðrinn hljóð-
ar svo: »Nú átti kona sú sér búanda er vegin verðr,
þá á verr hennar tvítylptarbaug úr gjaldinu« Grg. II, 350.
Gjald það er hér er nefnt er einmitt réttr konunnar, en
hann var sex merkr lögaura, og orðin »úr gjaldinu« votta
að gjaldið þ. e. réttrinn allr var meira virði en tvítylftar-
baugrinn, en tvítylftarbaugr er sarna sem 24 aura baugr,
eðr þrímerkingr i baugatali. Tvitylftarbaugr getr hér eigi
þýtt 3 merkr silfrs,því 3 merkrlögsilfrs eru 12 merkrlögaura,
þ. e. tvöfalt svo mikið fé sem allr réttrinn, heldr 3 merkr lög-
aura, þ. e. hálfan réttinn. Af réttinum fær nú bóndinn
bauginn þrimerking, þ. e. 3 merkr lögaura, hinn helmíngr
réttarins skiftist að lögum milli móður konunnar og bræðra
hennar samfeðra. Því svo segir í Grg. I a, 171 »móðir